Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Einelti á aldrei að eiga sér stað. Ef þú veist um einhvern sem er lagður í einelti tilkynntu það strax. Fylltsta trúnaðar er gætt við afgreiðslu tilkynninga um einelti eða grun um einelti.
Félagsmiðstöðin Trjóa er opin þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga í Rósenborg og fimmtudaga í Lundarskóla. Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og opin hús þar sem flestir geta fundið sé eitthvað við hæfi. Almennt miðar dagskráin við nemendur á unglingastigi en sitthvað er þó í boði fyrir nemendur á miðstigi líka.
Hægt er að kaupa mjólkur- og ávaxtaáskrift en mælt er með því að nemendur komi einnig með hollt og gott nesti. Ætlast er til að allar umbúðir fari heim með nemendum og ef nemendur koma með drykki í skólann er mælst til þess að sykruðum drykkjum sé sleppt. Ekki má koma með kökur, kex eða sætabrauð í nesti nema við sérstök fyrirfram auglýst tilefni.
Að vori er verðandi 1. bekkjar nemendum boðið í kynnisferð um skólann í samstarfi við leikskóla. Að auki er nemendum boðið ásamt foreldrum í skólann og starfið kynnt á meðan eldri nemendur fylgja nýnemum um húsnæðið og kynna þeim aðstæður. Að hausti eru foreldrar og nemendur boðaðir í viðtal til verðandi umsjónarkennara.