Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Í Lundarskóla er lögð áhersla á faglegt skólastarf, teymisvinnu og heildstætt skipulag um nám, kennslu og námsmat. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni og Heilsueflandi grunnskóla ásamt hugmyndafræði um skóla sem lærdómssamfélag.
Í skólanum berum við ÁBYRGÐ á námi okkar og hegðun, við sýnum nemendum og starfsfólki VIRÐINGU og leggjum áherslu á VELLÍÐAN í leik og starfi.
Frístund er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk og er hluti af skólastarfinu. Börnin eiga kost á að dvelja í frístund frá því að skólatíma samkvæmt stundaskrá lýkur til kl. 16:15
Lundarskóli býr yfir góðu skólabókasafni sem er mikið notað bæði af nemendum og starfsfólki. Nemendur koma t.d. í sögustundir, safnfræðslu, og margsskonar heimildavinnu.
Lundarskóli býður upp á heitan mat í hádeginu ásamt veglegum salatbar þar sem áhersla er lögð á hollan og næringarríkan mat. Einnig býðst nemendum og starfsfólki að fá sér hafragraut í morgunmat alla morgna.
Kennsla hófst í Lundarskóla þann 16. október 1974. Nemendur voru 357 á aldrinum 6-12 ára og starfsmenn voru 14. Haustið 1998 var 8. bekk fyrst kennt í Lundarskóla en fram að þeim tíma höfðu nemendur á unglingastigi farið í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Sá árgangur var jafnframt sá fyrsti til að útskrifast úr 10. bekk í Lundarskóla þremur vetrum seinna.