Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar stuðla að auknu samstarfi milli foreldra með það að markmiði að styðja við og stuðla að jákvæðri menningu innan barnahópsins

Bekkjarfulltrúar stuðla að auknu samstarfi milli foreldra með það að markmiði að styðja við og stuðla að jákvæðri menningu innan barnahópsins. Bekkjarfulltrúar eru valdir snemma að hausti (t.d. á haustkynningafundi) af foreldrum og gert er ráð fyrir einum bekkjarfulltrúa á hverja 10 nemendur í bekk.

Bekkjarfulltrúar stuðla að samræðu og samstarfi milli foreldra um málefni bekkjarins, mikilvægt er m.a. að ræða:

  • Samskipti í bekknum
  • Fyrirkomulag í kringum afmæli (afmælishópar, 3-4 börn sameinist og bjóði öllum, allar stelpur, allir strákar, gjafakostnaður o.fl.)
  • Tölvunotkun - sameiginleg viðmið/reglur
  • Annað sem foreldrahópurinn telur mikilvægt að ræða og samstilla
  • Bekkjarfulltrúar skipuleggja a.m.k. þrjár uppákomur/skemmtanir með nemendum og
    foreldrum á hverju skólaári. Bekkjarfulltrúar geta virkjað fleiri foreldra til að taka þátt í að
    skipuleggja uppákomurnar.
  • Kennarar geta leitað til bekkjarfulltrúa varðandi þátttöku foreldra í skólastarfinu t.d. í
    tengslum við vettvangsferðir og ýmsar uppákomur
  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélagið og eru í samstarfi við félagið um
    framkvæmd einstakra stærri viðburða s.s. vorhátíð og fleira
  • Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í
    bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra