Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Akureyrarbær tekur við reikningum rafrænt í gegnum skeytamiðlara á XML formi og er æskilegt að þeir séu gefnir út í bókhaldskerfi sendanda.
Birgjar sem ekki geta sent reikninga rafrænt geta notað rafrænt form á vefsíðu bæjarins. Mikilvægt er að kynna sér Leiðbeiningar fyrir notkun rafræns forms áður en það er notað. Rafræna formið er þó aðeins ætlað fyrir fáa reikninga á ári. Birgjar bera ábyrgð á að varðveita afrit af innsendum reikningum.
Kostnaðarstöðvar
Æskilegt er að á reikningi komi fram númer kostnaðarstöðvar hjá Akureyrarbæ. Hver stofnun eða deild bæjarins hefur sérstakt bókhaldsnúmer sem auðkennir kostnaðarstöðina. Sjá upplýsingar um kostnaðarstöðvar hér.
Tæknilegar kröfur
Reikningar skulu vera á XML formi og uppfylla tækniforskrift TS-236 frá Staðlaráði Íslands. Akureyrarbær tekur við reikningum á eldri staðli, þó hann verði úreltur innan tíðar. PDF-reikningar í tölvupósti eða reikningar á pappír eru ekki samþykktir frá 1. febrúar 2022.
Greiðsla reikninga
Akureyrarbær greiðir reikninga með millifærslum til að lágmarka notkun greiðsluseðla. Ef greiðsluseðlar eru notaðir, þarf greiðsluseðlarönd að koma fram á reikningnum. Birgjar geta einnig fengið sundurliðun greiðslna sendar í tölvupósti með því að skrá netfang hjá bænum.
Fyrirspurnir
Fyrirspurnir varðandi rafræna reikninga skal senda á netfangið: rafraenir.reikningar@akureyri.is.
Form reikninga
Reikninga skal stíla á nafn Akureyrarbæjar og kennitölu (4101696229).
Einnig geta reikningar í ákveðnum tilfellum verið stílaðir á eftirfarandi kennitölur:
Á reikningum skal koma fram:
Farið er fram á að viðbótarupplýsingar með reikningi, svo sem tíma- og verkskýrslur séu sendar sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum eða sem hlekkur í reikningnum.