Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Hvað kostar þjónustan?
Stuðnings- og stoðþjónusta | 2025 |
---|---|
Aðstoð við almenn heimilisstörf og rekstur erinda | 1.708 kr |
Heimsendur matur | 1.640 kr |
Akstur á vegum heimaþjónustu kr. fyrir ekinn km. | 141 kr |
Notendur greiða fyrir aðstoð við almenn heimilisstörf, heimsendingu matar og akstur.
Önnur þjónusta er gjaldfrí.
Aðstoð við almenn heimilisstörf:
Gjald fyrir aðstoð við heimilisstörf er 1.483 krónur fyrir hvern unninn tíma. Aldrei er þó innheimt fyrir meira en tíu tíma aðstoð við heimilisstörf mánaðarlega. Þjónusta umfram það er gjaldfrí.
Þeir sem eru eingöngu með tekjur samkvæmt framfærsluviðmiði Tryggingarstofnunar ríkisins eða þar undir, eiga rétt á niðurfellingu á gjaldi. Þeir sem hafa tekjur umfram tekjuviðmið greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum. Undanþága frá gjaldi gildir hvorki fyrir heimsendingu matar né akstur.
Skammtímaþjónusta fyrir fatlað fólk | 2025 |
---|---|
Morgunverður pr. dag | 187 kr |
Hádegisverður pr. dag | 586 kr |
Síðdegishressing pr. dag | 187 kr |
Kvöldmatur pr. dag | 586 kr |
Fullt fæði pr. dag | 1.547 kr |