Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Forvarnastefna Akureyrarbæjar miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og tryggja uppeldisskilyrði þeirra.
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar bera ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma forvarna- og félagsmiðstöðvastarf fyrir börn og unglinga í samræmi við gildandi stefnu í forvarnamálum. Ráðgjafarnir sinna bæði almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskóla og aðra sem vinna með börnum og unglingum, svo sem félagsþjónustu og barnavernd. Hver grunnskóli hefur sinn eigin forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og samstarfsaðila. Einnig hafa verið tilnefndir tengiliðir fyrir forvarnir í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda sameiginlega forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála.
Leiðarljós forvarnastefnu Akureyrarbæjar:
• Foreldrar gegna lykilhlutverki.
• Jákvæð og sterk sjálfsmynd – virðing fyrir sjálfum sér og öðrum.
• Heilbrigðir lífshættir – heilsueflandi samfélag.
• Greiður aðgangur að íþrótta-, lista- og tómstundastarfi.
Aðgerðaáætlun forvarnastefnu styður þá sem vinna með börnum og ungmennum. Hún felur í sér bæði almennar og sértækar aðgerðir og endurspeglar áherslur sem teknar eru í forvarnamálum.
Framkvæmdaáætlun forvarna 2021-2023
Upplýsingabæklingur fyrir foreldra um fræðslu fyrir grunnskólanema
Heildarskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir Akureyrarbæ 2023
Samantekt á helstu niðurstöðum ÍÆ 2023
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar halda úti hlaðvarpi þar sem fjallað er um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum. Sömuleiðis skrifa þau stundum greinar um málefni líðandi stunda sem varðar sama málaflokk.
FÉLAK hlaðvarp er á vegum forvarna- og félagsmálaráðgjafa Akureyrarbæjar. Í þáttunum er fjallað um ýmis málefni sem tengjast ungmennum.
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar hafa skrifað greinar um málefni sem tengjast börnum og ungmennum.
Unglingar, fjölskyldan og tómstundir - 2021
Nýjasta vímuefnið í hverri búð og börn með leyfi frá foreldrum - 2021
Nú fer allt fram á netinu, vinnan, námið og klámið - 2020
Sjúk ást á Akureyri - 2020
Orkulitlir unglingar á Akureyri? - 2019