Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Það ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi.
Skátastarf á sér langa sögu á Akureyri. Yngstu skátahóparnir eru fyrir 7-9 ára og síðan eru hópar fyrir 10 – 12 ára, 13 – 15 ára og 16 – 22 ára. Hópastarf yfir veturinn fer fram í Þórunnarstræti 99. Heimaaðstaða Klakks er að Hömrum, rétt norðan við Kjarnaskóg en félagið á einnig þrjá skála í nágrenni Akureyrar sem notaðir eru til útivistar og gistingar.
Aðstaða skákfélagsins er í Íþróttahöllinni á Akureyri, gengið inn á vestan. Skákfélagið er með skákæfingar fyrir börn og unglinga á veturna og heldur utan um skólaskákmót.
Kirkjustarfið er lifandi og skemmtilegt, farið í leiki, föndrað og kenndar biblíusögur og bænir. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju er fyrir nemendur í 8. bekk og eldri. Einnig fer fram kórastarf fyrir börn og unglinga.
Í Glerárkirkju fer fram kirkjustarf fyrir 6 – 9 ára og 10 – 12 ára. Einnig fer fram kórastarf fyrir börn og unglinga.
Í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð eru KFUM og KFUK með fundi fyrir krakka og unglinga einu sinni í viku. Húsið er opið í hálftíma fyrir fundi og þá er hægt að spila á spil, leika í fótboltaspili, skoða blöð, spjalla saman o.fl. Yngri deildin er fyrir 9 – 12 ára og unglingadeild er fyrir 13 – 16 ára. Fundirnir eru með fjölbreyttri dagskrá sem er í senn skemmtileg, fróðleg og uppbyggjandi.
Hjálpræðisherinn er til húsa að Hrísalundi 1a. Þar er boðið upp á fjölbreytt barna- og unglingastarf, fyrir nemendur 1. - 7. bekkjar og fyrir nemendur í 8. bekk og eldri. Þar er sungið, hlustað á sögur, farið í leiki o.fl. Unglingarnir hafa margt skemmtilegt fyrir stafni og alltaf eru einhverjir valkostir í boði.
LLA býður upp á leiklistarnámskeið fyrir börn. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri, bæði yfir veturinn og að sumri til.
Í Braggaparkinu er innanhússaðstaða á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól og er staðsett í Laufásgötu 1. Braggaparkið býður upp á fjölbreytt námskeið allt árið um kring.
Tónræktin er tónlistarskóli fyrir fólk á öllum aldri. Nám í Tónræktinni hentar fólki sem hefur áhuga á að leika á hljóðfæri eða syngja, sér og öðrum til gagns og ánægju. Lögð er áhersla á samspil nemenda í litlum hópum sem raðað er í eftir aldri og getu.
Veistu um tómstundir sem vantar á listann? Sendu okkur línu á vefstjorn@akureyri.is með nafni íþróttafélags/tómstundastarfs ásamt hlekk.