Velferðarráð - 1377
- Kl. 14:00 - 15:23
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1377
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Guðbjörg Anna Björnsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Tinna Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda
Málsnúmer 2023100306Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda.
Anna Marit Níelsdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2023
Málsnúmer 2023011181Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs eftir 10 mánuði ársins 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Fjárhagsaðstoð 2023
Málsnúmer 2023011182Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 10 mánuði ársins 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson sat fundinn undir þessum lið.Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2023
Málsnúmer 2023110595Lagt fram erindi frá Erlingi Krisjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar dagsett 14. nóvember 2023 þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarsamningi Akureyrarbæjar og Fjölsmiðjunnar.
Velferðarráð felur sviðsstjóra að leggja fram drög að samningi við Fjölsmiðjuna á næsta fundi ráðsins.
Reglur um akstursþjónustu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2023110731Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.
Velferðarráð vísar drögunum til umsagnar öldungaráðs, ungmennaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.