Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kynning á starfsemi Sólbergs og samskipti við ráðuneyti barna- og menntamála.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Ingibjörg Kristín Gunnarsdóttir verkefnastjóri í Sólbergi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir mikilli ánægju með upphaf starfsemi Sólbergs, þjálfunar- og fjölskylduheimilis. Ljóst er að hér er um mikilvægt framfaraskref að ræða í þjónustu á Norðurlandi við börn og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er áríðandi að starfsemi Sólbergs verði tryggð til framtíðar, enda um afar mikilvægan hlekk að ræða í barnavernd á Norðurlandi.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka velferðarráðs fyrstu tíu mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á fyrstu tíu mánuðum ársins.
Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður, Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram tillaga velferðarsviðs um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð.
Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri og Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu að afskriftum lána með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.
Kynnt skýrsla og minnisblað vegna úttektar á málaflokki fatlaðra.
Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður og Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fagnar því að þessari úttekt sé lokið og jafnframt því að nú þegar eru hafnar úrbætur á þeim atriðum sem bent er á að betur megi fara samkvæmt úttektinni. Þær snúa flestar að ófullnægjandi skráningum og formlegri eftirfylgni einstakra mála. Velferðarráð leggur um leið ríka áherslu á að þeim úrbótum verði hraðað eins og mögulegt er til að tryggja að allir verkferlar, fræðsla og skráningar séu fullnægjandi.