Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 16:45
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 1319

Nefndarmenn

    • Heimir Haraldssonformaður
    • Róbert Freyr Jónsson
    • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
    • Hermann Ingi Arason
    • Lára Halldóra Eiríksdóttir
    • Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
    • Helga Guðrún Erlingsdóttirframkvæmdastjóri ÖA
    • Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs
    • Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
  • Fjarfundir - leiðbeiningar

    Málsnúmer 2020030586

    Kynntar leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd fjarfunda hjá sveitarfélögum.

    Fylgiskjöl
  • Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

    Málsnúmer 2020030378

    Viðbragðsáætlanir sviða velferðarráðs vegna COVD-19 kynntar.

    Velferðarráð þakkar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar og búsetu- og fjölskyldusviðs fyrir frábær störf í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Sveigjanleiki, mannvirðing og jákvæðni einkennir starfsmenn á þessum dæmalausu tímum og erum við óendanlega þakklát fyrir okkar góða starfsfólk.

  • Alþjóðastofa - 2020

    Málsnúmer 2020030700

    Zane Brikovska verkefnastjóri Alþjóðastofu og Eva María Ingvadóttir ráðgjafi hjá Alþjóðastofu kynntu starfsemi Alþjóðastofunnar. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

  • Fjölskyldusvið - stuðningsfjölskyldur

    Málsnúmer 2019080260

    Þórhildur Kristjánsdóttir ráðgjafi í málaflokki fatlaðra, Fanney Jónsdóttir ráðgjafi í málaflokki fatlaðra og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fóru yfir reynsluna af breyttri stuðningsþjónustu fyrir börn en breytingin var ákveðin á síðasta ári sem tilraunaverkefni.

    Velferðarráð felur starfsmönnum að halda áfram að þróa og efla enn frekar helgardvöl barna og ungmenna og stuðning við fjölskyldur þeirra.

  • Barnavernd - 2020

    Málsnúmer 2020030698

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur kynntu stöðuna í málaflokknum barnavernd og þörf fyrir úrræði.