Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps vegna uppbyggingar á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi sat í vinnuhópnum og kynnti skýrsluna ásamt Karli Erlendssyni formanni Ebak.
Lagt fram til samþykktar nýtt tímagjald í NPA þjónustu fyrir árið 2025.
Velferðarráð samþykkir tímagjald í NPA þjónustu fyrir árið 2025.
Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.
Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinar á Akureyri var ekki samþykktur, heldur lagður fram til frekari skoðunar.
Lagður fram til kynningar samningur um samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar.
Tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem bent er á verkefnið "Fjólublái bekkurinn" sem er áminning um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.
Velferðarráð tekur vel í að komið verði upp fjólubláum bekk í bænum sem áminningu um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari vinnslu.
Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrir árið 2025.