Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram til kynningar gögn er varða undirbúning stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými í lok maí ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.
Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti þrjú svarbréf dagsett 20. maí sl. frá Framkvæmdasjóði aldraðra þar sem samþykktar eru eftirfarandi styrkveitingar að upphæð alls kr. 5.395.166 vegna: 1. Endurnýjunar á raðhúsaíbúð kr. 2,4 milljónir í styrk en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 6 milljónir. 2. Endurnýjun á bjöllu- og símakerfi kr. 3 milljónir en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 7,5 milljónir. Þriðja umsóknin hlaut ekki stuðning og var hafnað, en þar var sótt um styrk vegna áframhaldandi breytinga á aðaleldhúsi.
Lagt fram til kynningar minnisblað vegna atvinnuleysisbóta og/eða fjárhagsaðstoðar dagsett 15. maí 2020.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 á tímum COVID-19.
Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning vegna tómstundastarfs barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.
Sótt er um til félagsmálaráðuneytis vegna verkefnis sem snýr að aukinni félagslegri þátttöku fatlaðs fólks í sumar.
Lögð er fyrir velferðarráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun 102-5660 er nemur kr. 10.805.000.
Farið yfir gildandi samninga og önnur gögn varðandi styrkveitingar velferðarráðs.