Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins.
Sviðsstjórar búsetu- og fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóri ÖA fóru yfir viðbrögð vegna COVID og stöðu mála á hverju sviði.
Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs kynntu fjárhag, stöðugildi og tekjur búsetusviðs og málaflokk fatlaðra árin 2017-2020.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá nýjasta og fjórða áfanga ÖA sem viðurkennt EDEN heimili. Fyrr á árinu var unnið að umsókn og úttekt sem lauk með afhendingu viðurkenningar þann 11. september 2020, eins og rakið er í frétt á heimasíðu ÖA.
Með þessum áfanga telst ÖA vera komið á þann stað að teljast til öndvegisheimila innan Eden hugmyndafræðinnar, en í því felst virk miðlun og þátttaka í þróun Eden hugmyndafræðinnar.
https://www.akureyri.is/oldrunarheimili/frettir/oa-hljota-vidurkenningu-sem-ondvegisheimili-eden-1
Lagðar fram til kynningar styrkbeiðnir til velferðarráðs.
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frá í febrúar 2020 vegna frumathugunar á fýsileika þess að stofna til "miðstöðvar á sviði velferðartækni á Norðurlandi". Skýrslan er afrakstur af styrk sem Eyþing veitti ÖA/Akureyrarbæ til þessa verkefnis.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá hvernig þetta verkefni ásamt norræna VOPD verkefninu (Vård och omsorg på distans) hafi leitt til þróunar á samstarfi á sviði velferðar- og heilbrigðistækni við Sjúkrahúsið á Akureyri og HSN. Fyrir var samstarf ÖA, búsetusviðs, fjölskyldusviðs og fræðslusviðs á sviði velferðartækni í norræna verkefninu VOPD.
Skýrslan var kynnt á ársfundi SSNE (samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) þann 10. október sl.
Nánari upplýsingar ásamt glærum má finna á slóðinni: https://www.akureyri.is/oldrunarheimili/gaedi-og-throun/velferd-og-taekni/verkefni-i-gangi/midstod-velferdartaekni-nyskopun.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA fór yfir meginmarkmið með þjónustunni og nýsköpunarverkefninu Sveigjanleg dagþjálfun og niðurstöður áfangaskýrslu vegna síðasta árs. Yfirstandandi er undirbúningur og vinna við að afla nýrra gagna með viðtölum við notendur og fjölskyldur þeirra og vinna úr þeim.
https://www.akureyri.is/static/files/Hlid/afangaskyrsla-sveigjanleg-dagthjalfun-6.-mars-2020.pdf
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA upplýsti um áform um þróunarverkefni sem lúti að því að undirbúa og þróa mælaborð sem gefi upplýsingar um líðan og velferð aldraðra.
Verkefnið er byggt á samstarfi við og kostað af Félagsmálaráðuneytinu og verður unnið á næstu 4 mánuðum undir umsjón framkvæmdastjóra ÖA.
Með þessum samningi verði hafinn fyrsti hluti þróunarverkefnis sem miðar að því að samræmdar og tímanlegar tölfræðilegar upplýsingar um líðan og velferð aldraðra verði aðgengilegar hér á landi. Stefnt er að framsetningu þessara upplýsinga í rafrænu mælaborði sem hefur að markmiði að fá fram heildarmynd af almennri stöðu aldraðra í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða.