Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn og kynntu tvær áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Lagt fram yfirlit um sérstakan húsnæðisstuðning sem veittur var á árinu 2020.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar s.s. útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið
Lögð fram lokaskýrsla frá Umhverfis og mannvirkjastofnun um sérstakan húsnæðisstuðning.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi þátttöku í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og vísar málinu til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál 2020.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál 2020.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál 2020.