Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagðar fram til samþykktar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar. Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfæðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista óskaði eftir umræðu um fjölskylduhús, hvar stendur það mál og er ekki full ástæða til að flýta undirbúningi við það eins og kostur er?
Lagt er fram minnisblað dagsett 10. mars 2023 sem sent var til mennta- og barnamálaráðherra. Um er að ræða áætlun um greiningar- og þjálfunarheimili þar sem óskað er eftir samstarfi við ráðuneytið.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S- lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Leitað verði allra leiða til að koma greiningar- og þjálfunarheimili, fjölskylduhúsi, sem fyrst á laggirnar. Góð reynsla er nú þegar af rekstri Miðholts og sívaxandi þörf er á stuðningi við fjölskyldur með fjölþættan vanda, sem mikilvægt er að koma til móts við.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir umræðu í velferðarráði um réttindi barna sem aðstandendur innan heilbrigðiskerfisins. Tilefni til umræðu eru breytingar á lögum um réttindi sjúklinga 1997 nr. 74 sbr. 27. gr. Skyldur heilbrigðisstarfsmanna vegna réttar barna sem aðstandenda: ,, Börn eiga rétt á viðeigandi ráðgjöf og stuðningi sem aðstandendur foreldris sem glímir við alvarleg veikindi eða foreldris sem andast, eftir því sem við á". Heilbrigðisstarfsmanni, sem kemur beint að meðferð sjúklings, svo sem lækni, hjúkrunarfræðingi eða félagsráðgjafa, ber að huga að rétti barna og þörfum. Fullyrða má að tilkynningum og úrlausnum mála muni fjölga til félagsþjónustu þ.m.t. barnaverndarmálum. Mikilvægt er að velferðarráð taki til umfjöllunar mikilvægi þess að efla þessa þjónustu.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Kynning á stöðu innleiðingar laga um farsæld barna.
Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri innleiðingar og forstöðumaður skólaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrir fyrstu 2 mánuði ársins 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu tvo mánuði ársins. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir að málefni Lautarinnar verðin tekin fyrir á fundi velferðarráðs. Mikilvægt sé að framkvæma þarfagreiningu á húsnæðismálum Lautarinnar og tryggja að einstaklingum með langvinnar alvarlegar geðraskanir standi til boða viðeigandi úrræði til að rjúfa félagslega einangrun.
Ólafur Örn Torfason forstöðumaður Lautarinnar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð telur brýnt að hús að Brekkugötu 34 verði selt og annað hentugra húsnæði verði keypt eða leigt fyrir starfsemi Lautarinnar sem fyrst og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista vék af fundi kl 15:58.
Lögð fram drög að kynningaráætlun velferðarsviðs fyrir árið 2023.
Lögð fram starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2023 til samþykktar.
Velferðarráð samþykkir starfsáætlun velferðarsviðs fyrir sitt leyti.