Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Heimsókn í þjónustukjarnann í Þrastarlundi þar sem Kristinn Már Torfason forstöðumaður tók á móti velferðarráði og sýndi húsnæðið.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið og kynnti ferli fjárhagsaáætlunargerðar hjá Akureyrarbæ fyrir árið 2024.
Lagt fram minnisblað dagsett 26. apríl 2023 um þá stöðu sem stuðningsþjónustan er í varðandi þjónustuna á komandi sumri.
Arnþrúður Eik Helgaóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess að Kristnes lokar og tvær deildir Heilsuverndar standa nú tómar þar sem nauðsynlegar endurbætur eru ekki hafnar. Velferðarráð skorar því á Heilbrigðisráðuneytið að bregðast við hið fyrsta.
Lagðar fram til samþykktar reglur um stuðningsþjónustu. Stutt er síðan reglurnar voru samþykktar og nú er um að ræða minniháttar breytingar.
Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um stuðningsþjónustu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 26. apríl 2023 um stöðu samræmdrar móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista vék af fundi 16:36.
Lagðar fram niðurstöður rekstrar í málaflokki fatlaðra 2018-2022.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 26. apríl 2023. Þar er samantekt um þau verkefni í aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem snúa að sveitarfélögum sérstaklega.