Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Soffía Lárusdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fyrir hönd Akureyrarbæjar í vinnuhóp um sérstaka öryggisvistun fyrir tilgreinda hópa. Þar sem hún er að láta af störfum þarf að skipa annan aðila í vinnuhópinn.
Velferðarráð skipar Laufeyju Þórðardóttur verkefnisstjóra í vinnuhópinn.
Soffía Lárusdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri búsetudeildar var skipuð fyrir hönd Akureyrarbæjar í starfshóp um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar sem hún er að láta af störfum þarf að skipa nýjan fulltrúa í vinnuhópinn.
Velferðarráð samþykkir að skipa Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar í vinnuhópinn.
Vinna við velferðarstefnu rædd.
Málið var á dagskrá síðasta reglulega fundar og var þá frestað.
Velferðarráð gerir engar athugasemdir við skýrsluna og fagnar því að unnið sé að jafnari stöðu foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti lokaskýrslu nefndar félags- og húsnæðismálaráðherra um endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Rekstrarniðurstaða allra málaflokka velferðarráðs frá janúar til apríl 2016 lögð fram til kynningar.
Lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 þar sem útskriftarteymi Sjúkrahússins á Akureyri lýsir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum fækkunum hvíldarrýma á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar í sumar. Bent er á að samtímis verði lokanir í Kristnesi og því skert þjónusta sem búast megi við að leiði til að erfiðara verði með útskriftir og álag aukist á heimahjúkrun og heimaþjónustu.
Bréfið er sent framkvæmdastjórn SAk og velferðarráðuneytinu auk velferðarráðs.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu vinnu við endurnýjun alþjóðlegrar viðurkenningar sem EDEN heimili. Hluti af því ferli eru fræðsluverkefni og endurbætur í starfsemi ÖA ásamt nýlegri hlýleikakönnun sem gerð var meðal íbúa, aðstandenda og starfsfólks. Kynntu þau helstu niðurstöður könnunarinnar og drög að samantekt/samanburði frá fyrri könnun 2013.
Velferðarráð þakkar kynninguna.