Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna forgangs á biðlista eftir leiguíbúð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri kynntu málefni einstaklings.
Málefni einstaklinga eru vistuð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 23., 24. og 25. fundar félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lagði fram til kynningar ársskýrslu fjölskyldudeildar fyrir árið 2014.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Lögð fram að nýju fundaáæltun velferðarráðs fyrir haustið 2015.
Velferðarráð samþykkir fundaáætlunina.
Framkvæmdastjórar ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson, búsetudeildar Soffía Lárusdóttir og fjölskyldudeildar Guðrún Ólafía Sigurðardóttir lögðu fram og kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu fimm mánuði ársins.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Lagt fram afrit bréfs dagsett 29. maí 2015 frá útskriftarteymi SAk sem beint er til stjórnar Sjúkrahússins á Akureyri, heilbrigðisráðherra og velferðarráðs Akureyrar.
Lagt fram til kynningar.
Velferðarráð tekur undir áherslur og niðurstöðu bréfsins um mikilvægi markviss samstarfs þeirra þjónustueininga sem koma að málefnum aldraðs fólks. Hafa ber í huga skyldur ríkis annars vegar og sveitafélaga hins vegar vegna þjónustu við aldrað fólk.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar greindi frá lausnum á sviði velferðartækni sem kynntar voru í nýafstaðinni vinabæjaheimsókn til Västerås í Svíþjóð. Västerås er eins og Akureyri þátttakandi í Connect verkefningu.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Jóhann Gunnar Sigmarsson varaformaður velferðarráðs og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sögðu frá vinabæjamóti sem haldið var í Västerås í Svíþjóð 10.- 12. júní 2015.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Búsetudeild óskar eftir fjárveitingu að upphæð 5 milljónir kr. til að stækka pall við húsnæði skammtíma- og skólavistunar, Þórunnarstræti 99.
Einnig er óskað eftir 1,2 milljónum kr. til að setja upp geymsluskúr fyrir starfsemina á lóðinni. Áætluð hækkun rekstrarkostnaðar á mánuði næstu 10 árin eru kr. 53 þúsund.
Velferðarráð þakkar velvilja í garð notenda í skammtíma- og skólavistuninni.
Velferðarráð getur ekki mætt kostnaðinum á þessu ári og vísar kostnaðinum til fjárhagsáætlunar 2016.
Velferðarráð felur búsetudeild að vinna málið áfram í samvinnu við Fasteignir Akureyrarbæjar.
Valur Sæmundsson V-lista og Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista yfirgáfu fundinn kl. 16:58. <br />
Ársskýrsla búsetudeildar 2014 lögð fram til kynningar.