Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 16:45
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 1256

Nefndarmenn

    • Erla Björg Guðmundsdóttirformaður
    • Róbert Freyr Jónsson
    • Halldóra Kristín Hauksdóttir
    • Svava Þórhildur Hjaltalín
    • Valur Sæmundsson
    • Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
    • Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
    • Jón Hrói Finnssonsviðsstjóri búsetusviðs
    • Anna Marit Níelsdóttirforstöðumaður í félagsþjónustu
    • Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
  • Fjárhagserindi 2017 - áfrýjanir

    Málsnúmer 2017010078

    Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.

    Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

  • Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

    Málsnúmer 2016120021

    Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

    Ákvörðun frestað til næsta fundar.

  • Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

    Málsnúmer 2012110070

    Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá í velferðarráði 24. maí og 7. júní og í bæjarráði 22. og 29. júní sl.

    Ákvörðun frestað.

  • Fundaáætlun velferðarráðs

    Málsnúmer 2015060008

    Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs fyrir ágúst til desember 2017.

    Velferðarráð samþykkir framlagða fundaáætlun.

  • Velferðarstefna 2014-2018

    Málsnúmer 2015010191

    Lögð fram uppfærð drög að velferðarstefnu. Umræður um framhald stefnumótunarvinnu og áætluð verklok.

    Farið yfir stöðu verkefnisins. Velferðarráð samþykkir að halda aukafund um málið þann 12. september nk. kl.15:00.

  • ÖA-stefna og starfsemi

    Málsnúmer 2013010214

    Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, upplýsti um ráðningu Sigurlínu Stefánsdóttur hjúkrunarfræðins sem forstöðumanns við Aspar- og Beykihlíð. Sigurlína tekur við starfinu frá og með 25. ágúst nk. af Brynju Vignisdóttur.

  • Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

    Málsnúmer 2017080028

    Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, greindi frá samstarfi starfsmanna ÖA við Alzheimersamtökin um að halda fjögur málþing. Málþingið á Akureyri var haldið 7. apríl sl. og var fjölsótt. Þar var m.a. fjallað um og kallað eftir aukinni fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við aðstandendur og fjölskyldur einstaklinga með heilabilun, líkt og það fyrirkomulag sem þekkist frá norðurlöndunum þar sem ráðgjafar á sviði heilabilunar starfa innan velferðarþjónustu sveitarfélaganna.

    Framkvæmdastjóri ÖA reifaði vaxandi þörf og mikilvægi ráðgjafar og stuðnings við fjölskyldur í þessum málum og velti upp hugmyndum um að stofna til slíkrar ráðgjafar innan velferðarsviðs Akureyrar.

    Velferðarráð þakkar kynninguna.

    Fylgiskjöl
  • ÖA - stefna og starfsemi

    Málsnúmer 2013010214

    Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, gerði grein fyrir stöðu máls varðandi skipan vinnuhóps um viðhald og endurbætur á húsnæði ÖA.

    Málið var áður tekið fyrir á fundum velferðarráðs þann 19. apríl og 24. maí sl. sem og á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs 16. júní sl. og afgreiðslu eða tilnefningu frestað.

  • Samfélagsleg ábyrgð, nýsköpun og frumkvöðlastarf í opinbera geiranum - EEN viðurkenning

    Málsnúmer 2017070098

    Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, greindi frá tilnefningu á ÖA og Alfa verkefninu til evrópskra verðlauna í opinbera geiranum. ÖA er tilnefnt fyrir hönd Íslands af hálfu Evrópumiðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

    Viðurkenningin er í flokki sem varðar "aðgerðir í tengslum við samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stuðla að frumkvöðlastarfsemi" og er á vegum Enterprise Europe Network (EEN) sem er samstarfsvettvangur 600 aðila í 60 löndum og er stærsta tækniyfirfærslu- og viðskiptanet sinnar tegundar (sjá www.een.is).

    Með tilnefningunni telst ÖA vera "national winner" og getur af því tilefni flaggað árangrinum með "2017 EEPA National winner logo" á heimasíður og öðrum miðlum.

    Niðurstaða tilnefningarinnar og samkeppninnar verður síðan kynnt á verðlaunaafhendingu í Tallinn þann 23. nóvember 2017.

    Velferðarráð óskar starfsfólki og stjórnendum Öldrunarheimila Akureyrar innilega til hamingju með þá viðurkenningu sem í tilnefningunni felst.

  • Beiðni um kaup á íbúðum fyrir fólk með mikla þjónustuþörf

    Málsnúmer 2017060138

    Eigandi tveggja íbúða sem Akureyrarbær er með á leigu og leigir áfram til skjólstæðinga sem njóta umtalsverðs stuðnings hefur sagt leigusamningunum upp. Því liggur fyrir að finna þarf leigjendunum nýtt húsnæði fyrir 1. apríl 2018. Mat starfsmanna umhverfis- og mannvirkjasviðs og fjölskyldusviðs er að hagkvæmasta lausnin sé að kaupa íbúðir í stað þeirra sem leigðar eru í dag. Áætlað verð er 60 m.kr.

    Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr.

  • Lífsleikni fyrir ungt fatlað fólk

    Málsnúmer 2017060136

    Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram tillögu að nýju þjónustuúrræði fyrir ungt fatlað fólk sem hefur lokið námi í framhaldsskóla. Um er að ræða þjálfun í lífsleikni til að búa þátttakendur undir búsetu á eigin vegum.

    Kostnaður er áætlaður um 2,3 m.kr. á árinu 2017 og um 6,8 m.kr. á árinu 2018 vegna ráðningar tveggja starfsmanna í hlutastörf, samtals um 1 stöðugildi.

    Velferðarráð fagnar tillögunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og umbeðnu viðbótarfjármagni veitt til reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

  • Skammtímavistun 2017-2018

    Málsnúmer 2017060214

    Lögð fram tillaga að lengdum opnunartíma Skammtímavistunar til að mæta fjölgun notenda og vaxandi þörf notenda fyrir þjónustuna. Í tillögunni er gert ráð fyrir ráðningu í 1,96 stg. þ.a. 0,55 stg. fagmanns sem tæki þátt í skipulagningu og gerð einstaklingsáætlana.

    Áætlaður heildarkostnaður við fullnýtingu húsnæðis Skammtíma- og skólavistunar er um 18,2 m.kr. en á móti er reiknað með um 14,4 m.kr. framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna með miklar þjónustuþarfir sem færast á liðinn Skatttekjur í bókhaldi. Útgjaldaauki umfram tekjuauka er því um 3,9 m.kr. á ársgrundvelli.

    Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og að 18,2 m.kr. verði veitt til aukins reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.