Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2017.
Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldusviði kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A sagði frá stöðu mála varðandi verkefni um aukna áherslu á þjálfun og ráðgjöf í heimaþjónustu og þróun þess.
Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður heimaþjónustu Stoðar sagði frá gangi mála varðandi samþættingu Ráðgjafarinnar heim og Gránufélagsteymis.
Farið yfir endurskoðaðar starfsáætlanir fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar, með hliðsjón af samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2018.
Velferðarráð felur sviðsstjórum að uppfæra útgönguspár ársins 2017 í rauntölur.
Lögð fram tillaga að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna sbr. minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur forstöðumanns dagsett 5. febrúar 2018.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna og vísar málinu til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti umræður og tillögur að leið til þess að koma á miðstöð þolenda á Norðurlandi sbr. Bjarkarhlíð í Reykjavík og bókun velferðarráðs frá 20. desember 2017.
Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að væntanleg miðstöð þolenda á Norðurlandi fái aðstöðu í Aðalstræti 14, Gudmands Minde, ef um það semst við Aflið sem hefur húsnæðið á leigu af Akureyrarbæ.
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um skammtímavistun. Breytingarnar miða að því að tryggja forgang yngri þjónustuþega að þjónustunni og að skerpa á reglum um heimsóknir aðstandenda m.t.t. hagsmuna annarra notenda þjónustunnar.
Breytingar og athugasemdir notendaráðs ræddar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs fór yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynnti fyrirhugaðar breytingar á samningi um rekstur Lautarinnar, athvarfs fyrir geðfatlaða.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram og kynnti umsókn og styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu. Veittur var styrkur að upphæð kr. 600 þúsund til að innleiða Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl, en markmiðið er að styðja þannig við sjálfstæða búsetu og aukin lífsgæði. Niðurstöður úr verkefninu "samfélagshjúkrun/buurtzorg" gáfu vísbendingar um jákvæð áhrif af notkun samskiptalausnarinnar Memaxi á lífsgæði notenda.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu vegna nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu að upphæð 1,2 milljónir króna.
Markmiðið er að þróa og prufukeyra nám eða námskeiðstilboð í samstarfi við Símey-símenntunarmiðstöð, sem getur gagnast fyrir almennt starfsfólk í velferðarþjónustu og einnig nýst sem fræðsluefni fyrir almenning um velferðartækni.
Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið á vormisseri 2018 og verði síðan hluti af námsframboði haustið eða veturinn 2018-2019.