Fræðsluráð - 39
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fjarfundur
- Fundur nr. 39
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Þorlákur Axel Jónsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
- Hafdís Ólafsdóttirfulltrúi leikskólakennara
- Hanna Dóra Markúsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Hildur Lilja Jónsdóttirfulltrúi ungmennaráðs
- Inda Björk Gunnarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Jóhanna María Agnarsdóttirfulltrúi skólastjóra
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- Sindri S. Kristjánssonfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Erna Rós Ingvarsdóttirfundarritari
Sérúrræði í leikskólum - kynning
Málsnúmer 2020100445Elva Haraldsdóttir sérkennsluráðgjafi í leikskólum kom á fundinn og kynnti breytt vinnufyrirkomulag við útfærslu sérúrræða í leikskólum.
Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra kom til fundar kl. 13:50.
Heilsuefling - starfshópur
Málsnúmer 2020100021Erindisbréf starfshópsins lagt fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir erindisbréfið samhljóða.
Staðfesting á skólasókn
Málsnúmer 2018100121Eitt af lögbundnum verkefnum fræðsluráðs sbr. 6. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla er ,,að sjá til þess að öll skólaskyld börn sem rétt eiga á skólavist í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu." Endanleg greinargerð um skólavist var lögð fram á fundinum.
Fræðsluráð staðfestir greinargerð þessa samhljóða.
Fundaáætlun fræðsluráðs
Málsnúmer 2019110153Fundaáætlun fræðsluráðs fyrir árið 2021 lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir fundaáætlun fyrir árið 2021 samhljóða.
ESPAD - skýrsla um vímuefnanotkun unglinga á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 2020100410Skýrsla ESPAD um vímuefnanotkun unglinga á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.
Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði
Málsnúmer 2020030390Upplýsingar um viðbrögð við Covid-smitum í skólum bæjarins lagðar fram til kynningar.
Fræðsluráð lýsir yfir fullum stuðningi við þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til í skólum Akureyrarbæjar. Starfsfólk á miklar þakkir skilið fyrir fumlaus viðbrögð og starfshætti sem er lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur.
Sveigjanlegt starfsumhverfi - bókun 3
Málsnúmer 2020100504Lagt var fram til kynningar ákvæði í bókun 3 í nýgerðum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.