Bæjarráð - 3733
- Kl. 08:15 - 11:19
- Fjarfundur
- Fundur nr. 3733
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Halla Margrét Tryggvadóttirfundarritari
Starfsmannakannanir 2021
Málsnúmer 2021070322Umfjöllun um starfsmannakannanir hjá Akureyrarbæ.
Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsdeildar og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Brothættar byggðir
Málsnúmer 2015070054Umfjöllun um íbúafund í Grímsey, aðalfund hverfisráðs sem var haldinn í framhaldi af íbúafundi í Brothættum byggðum Glæðum Grímsey þann 24. júní 2021.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að taka saman minnisblað í framhaldi af umfjöllun á fundinum og leggja fyrir bæjarráð fyrir 15. september nk.
Ljósleiðari til Hríseyjar
Málsnúmer 2021023130Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. júní 2021:
Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2021 varðandi lagningu ljósleiðara út í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð kr. 24 milljónir. Heildarkostnaður er kr. 30 milljónir og styrkur að fjárhæð kr. 6 milljónir hefur fengist frá fjarskiptasjóði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Háskólasvæði - uppbygging á reit C
Málsnúmer 2021062236Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:
Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.
Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.
Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarðar ehf. og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslulsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð þakkar Hólmari Erlu Svanssyni fyrir kynninguna, tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl
Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks
Málsnúmer 2020110775Lögð fram tillaga að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku í heimaþjónustu A.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð staðfestir tillögu um styttingu vinnuviku í heimaþjónustu A sem gildi frá 1. júlí 2021.
Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2020100490Lögð fram tillaga að verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir breytttar verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar.
Fylgiskjöl
Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag
Málsnúmer 2021020310Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á svæðinu. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Norðurorku. Er tillaga að svörum við efni umsagna lögð fram.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Þá er jafnframt lagt til að tillaga að svörum við efni umsagna verði samþykkt.Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní 2021.
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu að svörum við efni umsagna.Fylgiskjöl
Launakjör og launagreiðslur
Málsnúmer 2017090171Liður 1 í fundargerð kjarasamningaefndar dagsettri 12. júlí 2021:
Umfjöllun um launakjör og launagreiðslur hjá Akureyrarbæ.Launastefna
Málsnúmer 2020020479Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 12. júlí 2021:
Lögð fram til umræðu drög að launastefnu Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd telur rétt að jafnlaunastefna verði hluti mannauðsstefnu og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.Afgreiðslu frestað.
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir
Málsnúmer 2018110047Lögð fram til kynningar fundargerð 262. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 28. maí 2021.
Fylgiskjöl
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir
Málsnúmer 2019020406Lögð fram til umsagnar tillaga dagsett 20. janúar 2021 samþykkt á 217. fundi heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra:
2. Tillaga um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002. Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra þannig að í stað 45 daga í 6. grein komi 30 dagar. Hliðstæð breyting er fyrirhuguð í lögreglusamþykkt Akureyrarbæjar þannig að hraða megi verkferli til förgunar á skráningarskyldum ökutækjum án skráningarnúmera.
Breytt málsgrein orðast þannig:
Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og
verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu
viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld).Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002.Fylgiskjöl
Hríseyjarhátíð 2021
Málsnúmer 2021070735Erindi dagsett 23. júní 2021 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur, f.h. undirbúningsnefndar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 vegna Hríseyjarhátíðar 2021.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 sem bókast á styrkveitingar Akureyrarstofu.
Fylgiskjöl