Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 10.31
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3798

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Heimir Örn Árnason
    • Hlynur Jóhannsson
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn áheyrnarfulltrúi tilkynnti forföll.
  • Samþykkt fyrir velferðarráð - breytingar vegna barnaverndar

    Málsnúmer 2023011382

    Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

    Lögð fram til samþykktar breyting á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um velferðarráð og vísar breyttri samþykkt til bæjarráðs.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • Barnaverndarþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

    Málsnúmer 2023010023

    Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

    Lagður fram til samþykktar samningur við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir samning við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

    Málsnúmer 2023010024

    Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

    Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir samning um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Samningnum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

    Málsnúmer 2022120565

    Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

    Lögð fram til samþykktar samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 89/2002.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til bæjarráðs.

    Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • Iðnaðarsafnið á Akureyri

    Málsnúmer 2023020025

    Rætt um málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri og næstu skref í innleiðingu á safnastefnu bæjarins.

    Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Um langt skeið hefur verið ljóst að núverandi rekstrarform Iðnaðarsafnsins gengur ekki upp og að óbreyttu stefnir í að safnið loki þann 1. mars nk. Akureyrarbær sem einn af stofnaðilum safnsins hefur áhuga á því að vernda einstaka iðnaðar- og atvinnusögu Akureyrar sem Iðnaðarsafnið hefur hingað til haldið utan um og miðlað. Í því skyni að styðja við varðveislu og sýnileika þessarar sögu til framtíðar felur Akureyrarbær forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna, í samvinnu við stjórn Minjasafnsins og stjórn Iðnaðarsafnsins, greiningu á þeim kosti að Iðnaðarsafnið sameinist Minjasafninu á Akureyri og leggja í því skyni fyrir bæjarráð ólíkar sviðsmyndir og kostnað við þær.

  • Skjaldarvík - áform

    Málsnúmer 2023020041

    Rætt um undirbúning sölu mannvirkja Akureyrarbæjar í Skjaldarvík og gerð lóðasamninga um eignirnar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. nóvember 2021 að mannvirkin, sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, yrðu seld við lok leigusamninga um eignirnar. Var bæjarlögmanni, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar um eignirnar, undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar í samvinnu við Hörgársveit.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð felur bæjarlögmanni, forstöðumanni skipulagsmála og sviðsstjóra fjársýslusviðs að undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar.

  • Rósenborg - framkvæmdir vegna FélAk

    Málsnúmer 2023011504

    Liður 10 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. febrúar 2023:

    Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsett 30. janúar 2023:

    Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda við Rósenborg vegna flutnings starfsstöðvar FélAk.

    Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna framkvæmdanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og vísar til bæjarráðs ósk um viðauka í framkvæmdaáætlun að upphæð 14 milljónir.

    Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

  • Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2023

    Málsnúmer 2023020286

    Erindi dagsett 7. febrúar 2023 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 3. maí 2023 kl. 15:00 í Hafnarhúsinu við Fiskitanga.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

    Fylgiskjöl
  • Lánasjóður sveitarfélaga - auglýst eftir framboðum í stjórn

    Málsnúmer 2023020545

    Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 10. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðsins. Tilnefningar og/eða framboð skulu berast fyrir kl. 12:00 þann 8. mars nk.

    Fylgiskjöl
  • Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

    Málsnúmer 2023010813

    Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 10. febrúar 2023.

    Bæjarráð vísar lið 1 í fundargerðinni, varðandi nýframkvæmdir umhverfismála og ráðstöfun framkvæmdafjár 2023, til umhverfis- og mannvirkjasviðs

    Fylgiskjöl