Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs sækir um framkvæmdarleyfi fyrir bílastæði norðan Gránufélagsgötu austan Laxagötu. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu.
Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:
Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 26. janúar 2017 og uppfærður uppdráttur dagsettur 31. janúar 2017. Lögð fram samantekt á innkomnum umsögnum og athugasemdum innan bæjarkerfisins með tillögu um svör og viðbrögð við þeim. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla dagsett 26. janúar 2017. Lagðar fram tillögur að nýjum þéttingarreitum.
Frestað.
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. desember 2016 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. upplýsir landeigendur á fyrirhugaðri línuleið Hólasandslínu 3 um vinnu við mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi eru drög að matsáætlun.
Óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 18. janúar 2017.
Skipulagsráð fagnar því að vinna eigi sér nú stað við umhverfismat Hólasandslínu 3 enda brýnt að hraða framkvæmdum eftir getu og stuðla þannig að bættu afhendingaröryggi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið - enda ekki vanþörf á.
Eftirfarandi eru þau atriði sem skipulagsráð Akureyrarbæjar áréttar að verði fylgt sérstaklega eftir við framkvæmd umhverfismats Hólasandslínu 3.
1. Skipulagsráð leggur áherslu á að fram fari beinn samanburður í umhverfismati á tillögum um loftlínu og jarðstreng gegnum land Akureyrarkaupstaðar, þar sem horft verður sérstaklega á áhrif á þéttbýli, fólkvang á Glerárdal og ferðaþjónustu samanber viðmið í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.
2. Áhrif á flugöryggi. Samkvæmt tillögu er ekki fyrirhugað að meta mismunandi áhrif línu og strengs í Eyjafirði (Sjá kafla 5.6) á flugöryggi við Akureyrarflugvöll, sem er þó grunnur að stefnu stjórnvalda um raflínur og flugöryggi (kafli 2.4.2.2.).
3. Áhrif á farveg Eyjafjarðarár við þverun jarðstrengs. Sjá kafla 5.6.3.1. Vantar að greina hvaða kostur hefur lágmarksáhrif. Samkvæmt tillögu verður undirborun ekki skoðuð, en hún er t.d. fyrsti valkostur við samskonar aðstæður í Danmörku, þar sem aðferðin raskar ekki farvegi árinnar.
4. Að metnar verði tvær leiðir jarðstrengja milli Rangárvalla og Vaðlaheiðar. Annars vegar upphafleg tillaga Landsnets og hins vegar leið sem byggir á samnýtingu strengleiðar og reiðstíga.
Skipulagsráð bendir á að Aðalskipulag Akureyrarbæjar fyrir 2018-2030 er nú í endurskoðun og er áætluð gildistaka vorið 2018. Ráðið lýsir sig reiðubúið til samvinnu þannig að nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi vegna Hólasandslínu 3 geti haldist í hendur við endurskoðun skipulagsins.