Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 20. desember 2017:
Lögð fram tillaga fjölskyldusviðs að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð. Um er að ræða lán að upphæð kr. 1.268.534.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð.
Umræður um mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir því að Akureyrarstofa leiði vinnu við mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ.
4. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 12. desember 2017:
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista óskaði eftir umræðu um "Í skugga valdsins #metoo" fyrir hönd allra kvennanna í bæjarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn felur bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.
Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð skipar Evu Hrund Einarsdóttur, Silju Dögg Baldursdóttur og Eirík Björn Björgvinsson í starfshópinn. Bæjarráð óskar eftir að hópurinn skili tillögum fyrir lok apríl nk.
2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 14. desember 2017:
Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum.
Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð vísar íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Lögð fram til kynningar fundargerð 301. fundar stjórnar Eyþings dagsett 13. desember 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. desember 2017.
Bæjarráð vísar 1. lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs, 2., 6., 7., 9., 10., 11. og 12. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 5. lið til frístundaráðs, 3. og 8. lið til skipulagsráðs, 13. lið til fræðsluráðs, 4. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.
Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar - aðalfundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 13. nóvember 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Lagðar fram fundargerðir 103., 104., 105. og 106. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsettar 7. október, 7. nóvember, 5. desember og 28. desember 2017.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir
Fundargerð 103. fundar er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 104. fundar til umhverfis- og mannvirkjasviðs og 1. liður er lagður fram til kynningar.
Fundargerð 105. fundar er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 106. fundar til skipulagssviðs, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.
Lagt fram erindi dagsett 18. desember 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0027.html
Bæjarráð óskar eftir að velferðaráð fjalli um málið.
Lagt fram erindi dagsett 18. desember 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0026.html
Bæjarráð óskar eftir að velferðaráð fjalli um málið.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. desember 2017 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0040.html
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. desember 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0011.html