Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins sem er á áætlun 14. mars nk. Rætt um hvaða málefni stóðu einna helst upp úr frá Stórþingi ungmenna og ættu helst að vera tekin til umræðu á bæjarstjórnarfundinum. Rætt um hvaða fulltrúar vildu kynna hvaða málefni o.þ.h. en engar ákvarðanir teknar með það á fundinum. Ráðið vildi taka þá umræðu á hópspjalli á samfélagsmiðlum. Ákveðið var að Anton Bjarni Bjarkason yrði fundarstjóri.
Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi og Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar komu á fundinn og úr varð gríðarlega gott samtal um ýmis málefni. Þau kynntu sig fyrir ungmennaráðinu og fóru yfir sín störf, verkferlana þegar óskað er umsagnar um mál og fleira. Stórþing ungmenna var einnig til umræðu og ýmis málefni frá þeim viðburði rædd nánar. Þá var bæjarstjórnarfundur unga fólksins einnig til umræðu.
Ungmennaráðið þakkar þeim Elmu og Heimi fyrir komuna, undirstrikar mikilvægi þess að hitta fulltrúa úr pólitíkinni og vonast til ánægjulegs samstarfs í framtíðinni.
Ungmennaráð tók til umsagnar og umræðu skipulagslýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulags á tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti og skilaði í kjölfarið af sér bókun um málið.