Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu skipurit Akureyrarbæjar sem og fjárhagsáætlunarvinnu sem nú er í gangi. Kynningin var meðal annars liður í undirbúningi fyrir samráðsfund ungmennaráðsins með bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028 síðar í mánuðinum.
Ungmennaráð þakkar Kristínu og Huldu fyrir kynninguna og gott samtal.
Hafsteinn, fyrir hönd fræðsluteymis vinnuskólans ræddi kynningu ungmennaráðs fyrir Vinnuskólann í sumar. Farið var yfir fyrirkomulag og verkaskiptingu í kringum kynningarnar. Nánari tímasetningar voru ekki komnar á hreint.
Ungmennaráð tekur vel í verkefnið. París verður ábyrgðaraðili verkefnisins.
Fundurinn var síðasti formlegi fundurinn fyrir sumarfrí. Rætt var um skýrsluskrif ungmennaráðsins um samantekt á vetrinum líkt og gert var eftir síðasta starfsár.