Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Farið var yfir stöðu mála er varða kosningar í ungmennaráð.
Farið var yfir næstu skref varðandi ungmennaskiptaverkefni Erasmus. Fyrirhuguð er ferð til Litháen í ágúst 2023. Laus sæti fyrir tíu ungmenni.
Fræðslu- og lýðheilsuráðs sendi til umsagnar drög að samningi við Samtökin'78 um fræðslu til starfsfólks leik- og grunnskóla, nemenda grunnskóla, fræðslu til stjórnenda, ráðgjöf, fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva og fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Ungmennaráð fór yfir drögin og sendi frá sér bókun.
Ungmennaráð Akureyrar þakkar fræðslu- og lýðheilsuráði fyrir erindið. Ungmennaráðið tekur vel í erindið og fyrir það sem það stendur fyrir. Málefnið er gríðarlega mikilvægur hluti í samfélagslegum þroska barna og telur ungmennaráð það að fá utanaðkomandi aðila með sérfræðiþekkingu á þessu sviði sé góð ákvörðun. Ungmennaráð ítrekar mikilvægi þess að fræðslan verði sett fram á barnvænan hátt og virki þátttöku barna.