Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Farið var yfir verkefni sem hafa átt sér stað frá því að ungmennaráð fundaði í byrjun september. Rætt var um ungmennaráðstefnu UMFÍ sem fór fram 20.- 22. september og nefndafundi sem fulltrúar ungmennaráðs sátu sem áheyrnarfulltrúar í september.
Lagt var fram til upplýsingar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skilgreiningu á skólamáltíðum.
Ungmennaráð fagnar gjaldfrjálsum hádegismat í grunnskólum, en óskar eftir því að ávaxta- og mjólkuráskrift verði einnig gjaldfrjáls. Auk þess óskar ungmennaráð eftir því að allir skólar bjóði upp á morgunmat, t.d. hafragraut.
Farið var yfir bæjarstjórnarfund unga fólksins sem haldinn var í apríl 2024. Rætt var um niðurstöðu mála og hvort ungmennaráð vildi fylgja þeim betur eftir.
Rætt var um fundarröð með nemendaráðum grunnskólanna og framhaldsskólanna á Akureyri. Ungmennaráð ætlar að skipuleggja fundi með nemendaráðum í október og nóvember.
Lögð var fram til kynningar tímaúthlutun til aðildarfélaga ÍBA í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar fyrir veturinn 2024-2025.
Rætt var um möguleika ungmennaráðs til þess að sækja sér styrk fyrir viðburði innanlands. Ungmennaráð ætlar að sækja um styrk til þess að hitta önnur ungmennaráð á landinu og efla tengsl milli ráða.
Kynnt voru eftirfarandi mál frá fræðslu- og lýðheilsuráði:
- Kynning frá Oddeyrarskóla. Foreldrafærnisnámskeið fyrir foreldra í fyrsta bekk.
- Hagaleikskóli - undirbúningur.
- Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðis 2025-2027.
Ungmennaráð ræddi bréf tveggja nemenda í Menntaskólanum á Akureyri til skólastjórnenda skólans þar sem lýst er yfir áhyggjum um innihald námsganga sem kennd eru við skólann. Ungmennaráð ætlar að gefa sína umsögn og skila til nemandanna.