Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Samþykkt Ungmennráðs þarfnast yfirhalningar og er í endurskoðun. Samþykktin sem unnið er út frá í dag er í raun ósamþykkt en margt þar inni sem þarfnast lagfæringar. Ungmennaráð fór yfir drög að nýrri samþykkt, kom með athugasemdir og er skjalið nú tilbúið til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Ungmennaráð mun skrifa skýrslu þar sem farið er yfir helstu atriði síðasta starfsárs, líkt og gert var árið áður. Skýrslan verður gerð aðgengileg á rafrænum vettvangi ráðsins og mun nýtast til úrbóta í starfsemi ráðsins og í kringum það ásamt því að hún hjálpar nýjum fulltrúum að setja sig betur inn í starfið. Ráðið mun skila skýrslunni inn fyrir 21. ágúst nk.
Ungmennaráð ræddi um að skrifa bréf þess efnis að lögbinda hlutverk ungmennaráða í landinu líkt og hefur verið rætt um í tengslum við æskulýðslögin sem eru nú í endurskoðun. Hugmynd kom upp um að gamla og nýja ráðið myndu skrifa bréfið saman og senda frá sér til mennta- og barnamálaráðherra.
Síðasti fundur ráðsins og orðið var laust. Telma minnti m.a. á mikilvægi þess að fylgja eftir stöðu mála frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins og kanna hvort búið væri að samræma verklag nemendaráða grunnskólanna líkt og rætt hafði verið. Öll í ráðinu voru sammála um að þetta yrði skoðað.