Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Rætt um fyrirkomulag komandi kosninga í ungmennaráð. Staðan á nýju myndbandi, glærukynningu, hvernig kynningu í skólana verði háttað, umsóknarferli, spurningar fyrir umsækjendur og fleira.
Rætt var um hvernig fyrirkomulagið á kosningunum ætti að vera. Spurningar fyrir umsóknina eru tilbúnar og búið að setja upp í jotform. Einnig var rætt um hver staðan væri á kynningarmyndbandinu og eru upptökur vel komnar af stað og verður það tilbúið um helgina. Karen, umsjónarmaður ráðsins, mun senda tölvupósta á grunn- og framhaldsskólana með hlekk á bæði kynningarmyndband ráðsins og á umsóknareyðublaðið ásamt stuttum kynningartexta um ungmennaráðið og umsóknarferlið sem komið verður til nemenda.
Varðandi nýtingu á húsnæðinu Rósenborg.
Rætt var um hvernig húsnæðið var nýtt á þeim tíma sem Akureyrarbær var í fyrsta hringnum í verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem eins konar miðstöð ungs fólks. Því var hampað m.a. af mennta- og barnamálaráðherra og litu önnur sveitarfélög á þetta sem eins konar fyrirmynd. Fram komu hugmyndir um að hægt væri að koma Virkinu og Berginu Headspace niður í Rósenborg. Einnig að hægt væri að nýta húsnæðið fyrir klúbbastarf á vegum ungmenna, auka þjónustu við félagsmiðstöðvarnar og lengja opnunartímann eins og óskað hefur verið eftir á Stórþingi ungmenna síðustu tvö skipti og jafnvel fyrir einhverja starfsemi tengdri félagslegri liðveislu.
Rætt var um að hægt væri að nýta húsnæðið í félagsstarf á borð við EBAK og skátana en það myndi þá hugsanlega koma í veg fyrir hinar pælingarnar.
Ungmennaráð ræddi um mikilvægi góðrar hljóðvistar í leik- og grunnskólum, bæði innandyra og utandyra. Heimir benti á að huga þyrfti að því að tré og annar gróður þyrfti að vera við leikskólann sem til stendur að reisa í Hagahverfi til að gæta að hljóðvist í hverfinu. Þá var rætt um að huga þyrfti að hljóðvist bæði í nýbyggingum sem og þegar farið er í endurbætur á eldra húsnæði eins og verið er að gera núna við grunnskólana.
Rætt var um húsnæðismál og fjárhagslegan stuðning til KFUM og KFUK á Akureyri.
Ungmennaráð er sammála um að félögin sinni góðu starfi en telur ekki viðeigandi að þau fari í húsnæði á vegum Akureyrarbæjar.
Rætt um tillögur að endurbótum á innisundlaug Akureyrarlaugar.
Ungmennaráð er sammála að ráðast þyrfti í breytingar og endurbætur á innilauginni. Hins vegar hvetur ráðið til þess að litaval verði skoðað betur, hægt væri að hafa fleiri liti en bara hvítan lit og jafnvel skreyta veggina með einhverju sem höfðar til barna m.v. notkun hennar undanfarin ár, þ.e. skólasund hjá yngstu börnunum og ungbarnasund.
Rætt um þá staðreynd að til standi að leggja niður starf skólasálfræðings í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ungmennaráð var sammála um að þetta væri mikið áhyggjuefni og mun styðja við yfirlýsingu skólafélags VMA varðandi málið.
Rætt um stöðuna á leiksvæði Hlíðarskóla. Fram kom tillaga um að ungmennaráð myndi senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri yfir óánægju með málið.
Ungmennaráð er einróma sammála um að bæta þarf útiaðstöðu nemenda við Hlíðarskóla og óskiljanlegt er að skautað hafi verið framhjá uppbyggingu þar í allan þennan tíma þrátt fyrir ákall frá starfsfólki skólans og nú síðast nemendum.