Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmda við kirkjutröppurnar á Akureyri.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Lagður fram húsaleigusamningur við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri-Skjaldarvík.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri-Skjaldarvík og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga frá samningi.
Lögð fram fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs 2025.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 10. janúar 2025 vegna stöðu innleiðingar á nýju sorphirðukerfi, nýjum rekstraraðila fyrir grenndarstöðvar og gámasvæði ásamt framtíð söfnunar textíls í landi Akureyrarbæjar.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Brynjólfur Brynjólfsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram til kynningar breyting á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:
Þegar Móahverfi var skipulagt var ekki áhersla á aðskilnað hjólandi og gangandi umferðar, heldur var í þess stað gert ráð fyrir því að notast við 43. gr. umferðarlaga um undanþágur til hjóreiða á gönguleiðum í stað þess að leggja hjólastíga.
Þess vegna er mikilvægt að við útplöntun meðfram tengistígum í hverfinu verði þess gætt að gróðurinn skerði ekki yfirsýn hjólandi vegfarenda meir en hönnunarleiðbeiningar um öryggisfjarlægðir á hjólaleiðum segja til um.
Sjá kafla 7.4 um sjónlengdir í skjalinu: Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar 2019-12-19 (002).pdf.
Lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu 3 í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/383
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Snæbjörn Sigurðarson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt.
Út frá umhverfissjónarmiðum og framtíðarhagsmunum Akureyrarbæjar þá leggur umhverfis- og mannvirkjaráð til að háspennulögnin verði sett í jarðstreng í breytingartillögunni og felldur niður möguleikinn á loftlínu. Þá vekur umhverfis- og mannvirkjaráð athygli á því að umrædd loftlína myndi hafa neikvæð áhrif á íbúa og umhverfi. Gildandi skipulag þjónar þróunarmöguleikum Akureyrarbæjar betur.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:
Vegna þess að viðurkennt mat óháðs aðila á tæknilegum aðstæðum í dreifikerfi raforku segir að rými sé fyrir jarðstreng í Blöndulínu eins og gildandi aðalskipulag segir til um er engin ástæða til að Akureyrarbær breyti skipulaginu eins og tillagan gerir ráð fyrir.
Þar með myndi Akureyrarbær losna við takmörkun á þróun byggðar og fjárhagslega áhættu sem myndi fylgja ef framlögð aðalskipulagstillaga næði fram að ganga.
Einnig yrðu íbúar næstu hverfa lausir við óþægindin af nábýli við 220 kV háspennulínu og mögulegri verðfellingu fasteigna sinna sem því nábýli mun líklega fylgja.
Tvísamþykktar ályktanir alþingis um jarðstrengi í stofnleiðum dreifikerfis raforku eru mjög skýrar hvað þetta varðar.
Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. nóvember 2024:
Tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem bent er á verkefnið "Fjólublái bekkurinn" sem er áminning um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.
Velferðarráð tekur vel í að komið verði upp fjólubláum bekk í bænum sem áminningu um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari vinnslu.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að koma fyrir fjólubláum bekk og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með að finna staðsetningu fyrir bekkinn.
Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingu og stækkun á bílaplani í Oddeyrarbót.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Lagðar fram til kynningar tillögur að bifreiðastæðum ásamt frágangi á Drottningarbraut.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 15. nóvember 2024 varðandi óskir frá aðildarfélögum ÍBA um endurnýjun og viðhald búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar nú eftir úr búnaðarsjóði UMSA:
1. Endurnýjun á skjá vegna tímatöku á sundmótum í Sundlaug Akureyrar.
2. Snjóblásara og traktor fyrir Golfklúbb Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fjárveitingu vegna kaupa á snjóblásara fyrir Golfklúbb Akureyrar að upphæð kr. 6 milljónir og kaupa á skjá vegna tímatöku fyrir Sundlaug Akureyrar að upphæð kr. 3 milljónir auk uppsetningarkostnaðar af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð í framkvæmdaáætlun ársins 2025.