Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:
Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði KA samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 6 milljónir vegna kaupa á fjórhjóli af búnaðarsjóði UMSA. Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á því að tækið gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum og kynni það fyrir ráðinu.
Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:
Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði Þórs samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 6 milljónir vegna kaupa á fjórhjóli af búnaðarsjóði UMSA. Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á því að tækið gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum og kynni það fyrir ráðinu.
Lagt fram minnisblað varðandi gerð trjáverndarstefnu fyrir Akureyrarbæ.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna að gerð trjáverndarstefnu og leggur til að innan hennar verði eftirfylgd með gróðursetningu samkvæmt skipulagi Akureyrarbæjar.
Lagt fram bréf varðandi aðgerðir gegn lagningu númerslausra bíla.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild og Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögur að úrbótum vegna afskráðra bíla í bæjarlandinu í samráði við heilbrigðiseftirlitið, eldvarnareftirlit og lögreglu.
Lögð fram stöðuskýrsla varðandi byggingu á Hafnarstræti 16.
Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram sáttatillaga Akureyrarbæjar við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverksins Móahverfi - 1. áfangi - gatnagerð og lagnir.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sáttatillöguna fyrir sitt leyti.
Lagt fram minnisblað varðandi ástand Strandgötu 21.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjasvið hefur gert úttekt á húsinu sem sýndi fram á að viðhald sé komið á tíma og mikilvægt sé að ákvörðun um framtíð hússins verði tekin sem fyrst. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar ákvörðun um viðhald eða sölu á húsinu til bæjarráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf að hafa í huga að í húsinu er viðkvæm og mikilvæg starfsemi fyrir samfélagið sem hefur verið þar í 40 ár og telur því brýnt að fundin verði góð framtíðarlausn.
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.