Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram viðhaldsáætlun fyrir Fasteignir Akureyrarbæjar fyrir árið 2025.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds, Björgvin Hrannar Björgvinsson verkefnastjóri viðhalds leik- og grunnskóla, Einar Valbergsson byggingarstjóri viðhalds menningar- og þjónustuhúsa og Snæbjörn Kristjánsson byggingarstjóri viðhalds íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar eins og hún var eftir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í núverandi tillögu að fjárhagsáætlun er frestun á fyrirhugaðri bætingu á loftræstingu í Hofi. Sú bæting felur í sér að settur verði upp búnaður sem heldur rakastigi innanhúss bæði í jafnvægi sem og nærri kjörstigi fyrir fólk og búnað.
Breytingartillagan er um að lagfæringin verði sett á áætlun næsta árs og í stað þess verði stígagerð við kirkjugarðinn frestað eins og bætingunni á loftræstingunni er frestað í núverandi uppkasti að fjárhagsáætlun.
Tillagan er borin upp til atkvæða og samþykkt með atkvæðum Ingimars Eydal B-lista og Unnars Jónssonar S-lista. Þórhallur Harðarson D-lista, Bjarney Sigurðardóttir M-lista og Hjálmar Pálsson L-lista sitja hjá.
Ólafur Kjartansson óskar bókað:
Þegar Hof var í byggingu var því slegið á frest að fullklára loftræstikerfið og rakajöfnunin ekki sett upp. Þetta hefur ítrekað valdið óþægindum, sérstaklega fyrir fólk sem er í þeirri stöðu að vera viðkvæmt fyrir of þurru andúmslofti. Þetta er sérstaklega áberandi á vetrum þegar daggarmark loftsins við inntak loftræstingarinnar fer niður fyrir 0 gráður á celsíus sem verður til þess að rakastig loftsins sem kemur frá loftræstingunni fer langt niður fyrir viðmiðunarmörk sem t.d. vinnueftirlitið mælir með.
Þessi þurrkur og sveiflurnar í rakastigi innanhúss hefur líka eyðileggjandi áhrif á alla muni sem eru úr efnum sem bregðast við breytilegu rakastigi. Tónlistarskólinn finnur sérstaklega fyrir þessu, ítrekað hafa hljóðfæri sem eru úr tré spillst eða jafnvel eyðilagst vegna þessa.
Þessi bæting á loftræstingunni var sett fyrst á áætlun fyrir fleiri árum en ég vil rifja upp en efndirnar hafa verið þannig að þessu verið frestað reglulega þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks Tónlistarskólans um bætt ástand.
Lögð fram rekstrarskýrsla umhverfis og mannvirkjasviðs fyrir fyrstu 10 mánuði ársins.
Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2024 varðandi breytingu á forgangi í snjómokstri á Akureyri.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar breytingar á forgangi í snjómokstri.
Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2024 varðandi kostnað í snjómokstri á árinu 2024.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir til bæjarráðs viðauka við fjárhagsáætlun 2024 í liðnum snjómokstur og hálkuvarnir að upphæð kr. 60.000.000.
Lagt fram minnisblað dagsett 28. nóvember 2024 varðandi opnun tilboða í ræstingu hjá umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar og skrifstofu SVA fyrir árin 2025-2026.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda Þrif og ræstivörur ehf. um ræstingu fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar og skrifstofu SVA.
Sagt frá niðurstöðu verðfyrirspurnar um kaup á ferlibíl en þar bárust engin tilboð.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.
Lagðar fram niðurstöður frá hverfisfundum í Naustaskóla, Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Síðuskóla.
Lögð fram minnisblöð varðandi ástand og endurnýjun á lýsingu í Boganum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í endurnýjun á lýsingu í Boganum og að ljósin verði keypt á árinu 2025. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um kr. 60 milljónir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að upphæðin verði sett á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
Lögð fram fyrri niðurstaða í máli Terra gegn Akureyrarbæ varðandi útboð á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri.
Aflétt er stöðvun samningsgerðar vegna útboðs varnaraðila, Akureyrarbæjar, auðkenndu „Útboð á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri“.