Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagður fram þjónustusamningur til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum.
Bæjarráð samþykkti árið 2023 að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð fól forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.
Nú liggja fyrir drög að þjónustusamningi og minnisblað vegna málsins og er því vísað til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:
Það er brýnt að það verði tekið tillit til ákvæða laga og reglugerða sem varða náttúruvernd og dýravelferð þegar kemur að vinnu vegna dýra á vergangi.
Dýr sem komast ekki af á víðavangi án reglulegra fóðurgjafa geta ekki talist vera eðlilegur hluti af íslenskri náttúru.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. febrúar 2025 varðandi val á staðsetningu smáíbúða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.
Lagt fram minnisblað dagsett 27. febrúar 2025 um næstu skref varðandi gatnagerð í Móahverfi, útboð í tvennu lagi, steinefni annars vegar og jarðvinnu hins vegar.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2025 varðandi opnun tilboða verðfyrirspurnar í akstur fyrir ferliþjónustu Akureyrarbæjar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Auðun Benediktsson, Sérleyfisbíla Akureyrar - Norðurleið og Sýsla - ferðir og ökukennslu ehf. í þeirri útkallsröð sem niðurstaða verðtilboða segir til um.
Sérbúin bifreið með bílstjóra:
1. Auðun Benediktsson
2. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Sérbúin bifreið án bílstjóra, hálfur dagur:
1. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Sérbúin bifreið án bílstjóra, heill dagur:
1. Sérleyfisbílar Akureyrar
2. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Hópferðarbíll, 14-20 manna, hálfur dagur:
1. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Hópferðarbíll, 14-20 manna, heill dagur:
1. Sérleyfisbílar Akureyrar
2. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Almennur akstur með bílstjóra, tímagjald:
1. Auðun Benediktsson
2. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
Almennur akstur með bílstjóra, Akureyri/Kristnes:
1. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf.
2. Auðun Benediktsson.
Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2025 varðandi nýtingu fjármagns á fjárfestingaráætlun á liðnum Hof búnaðarkaup.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á búnaði samkvæmt framlögðum lista, enda sé upphæðin í samræmi við framkvæmdaáætlun.
Lagður fram viðauki við samning um rekstur á Zip-line á Akureyri varðandi nýtingu framlengingarákvæðis samningsins.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn til eins árs eða til loka september 2026.
Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2025 varðandi framkvæmdir við Leirustíg.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram minnisblöð dagsett 14. febrúar 2025 varðandi malbikun gatna og stétta á Akureyri á árinu 2025.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram og kynnt hönnun á Hafnarstræti, Ráðhústorgi og næsta umhverfi sem var sett fram árið 2020.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. febrúar 2025 varðandi skemmdir vegna óveðurs sem gekk yfir 5. og 6. febrúar 2025, hvað þarf að gera til þess að koma í veg fyrir að þær endurtaki sig og hver á að framkvæma.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra að hefja viðræður við stjórn Norðurorku um að skýra verkaskiptingu milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hvað varðar fráveitu. Ljóst er að fara þarf í verulegar endurbætur á kerfinu til þess að tryggja að tjón endurtaki sig ekki.
Lögð fram stöðuskýrsla dagsett í febrúar 2025 varðandi byggingu keppnisvallar, stúku og félagsaðstöðu.