Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 1. desember 2021 varðandi framkvæmdir við Lundarskóla B-álmu.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Kynning á umhverfis- og loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun.
Guðmundur Haukur Sigurðsson frá Vistorku og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar þeim drögum sem fram eru komin að stefnu og aðgerðaáætlun og felur starfsmönnum að vinna áfram í samræmi við umræðu á fundinum.
Kynning á skipulaginu og tekin fyrir ákvörðun um útboð á hönnun.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út hönnun á hverfinu, götum, stígum, grænum svæðum og öðru sem snýr að innviðum hverfisins.
Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2021 varðandi niðurstöðu frá sölu tækja á umhverfismiðstöð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð ákveður að selja ekki að svo stöddu sóp og valtara. Önnur tæki, þar sem ekki var staðið við hæsta boð, verða auglýst að nýju.
Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2021 varðandi færslu á fjármagni frá árinu 2021 til 2022 vegna seinkunar á afhendingu stigabíls fyrir slökkviliðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka þess efnis að færa 65 milljónir kr. frá árinu 2021 til 2022.
Lögð fram stöðuskýrsla rekstrar umhverfis- og mannvirkjasviðs frá 1. janúar fram til 1. desember 2021.