Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kynning á næstu skrefum við uppbyggingu á Móahverfi og fyrirhugað útboð á áfanga tvö og byggingu brúar.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Viðhaldsáætlun á byggingum í eigu Akureyrarbæjar kynntar.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Björgvin Hrannar Björgvinsson verkefnastjóri viðhalds leik- og grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 vegna opnunar tilboða í leigu á húsnæði í Skjaldarvík.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ketill Sigurður Jóelsson athygli á vanhæfi sínu til að sitja fundinn undir þessum lið.
Með vísan til 3. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vék hann af fundi undir þessum lið og við fundarritun tók Georg Fannar Haraldsson.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi framlengingu á viðhaldssamningi um viðhald á Malbikunarstöð Akureyrarbæjar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Viðar Geir Sigþórsson bæjarverkstjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta eins árs framlengingarákvæði viðhaldssamningsins.
Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2024 varðandi opnun tilboða í nýjan veghefil fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar. Eitt tilboð barst.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Viðar Geir Sigþórsson bæjarverkstjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Klett - sölu og þjónustu ehf. varðandi kaup á veghefli fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar að upphæð 79,9 milljónir kr.
Tekin umræða um samspil svifryks og hálkuvarna.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð, Viðar Geir Sigþórsson bæjarverkstjóri á umhverfismiðstöð, Héðinn Björnsson yfirverkstjóri garðyrkjumála á umhverfismiðstöð og Valur Þór Hilmarsson verkstjóri umhirðu og þjónustu á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi kaup á ferlibíl fyrir ferliþjónustu Akureyrarbæjar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa ferlibíl með öllum nauðsynlegum búnaði fyrir 20 milljónir kr.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi staðarval á jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2024:
Erindi dagsett 24. september 2024 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað var eftir endurnýjun á stigatöflu og skotklukku í Íþróttahúsi Glerárskóla.
Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð telur mikilvægt að búnaðurinn verði endurnýjaður sem fyrst og vísar málinu til búnaðarkaupasjóðs UMSA. Forstöðumanni íþróttamála er falið að fylgja málinu eftir.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa nýja stigatöflu/skotklukku í Íþróttahús Glerárskóla að upphæð kr. 4,5 milljónir og verði það tekið af Búnaðarkaupasjóði UMSA á árinu 2024.
Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi opnun tilboða í nýjan gervigrasvöll á Þórssvæði. Fimm tilboð bárust.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka hagstæðasta tilboðinu sem uppfyllir útboðskröfur frá Altis ehf., tilboð 2, um útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna nýs gervigrasvallar á æfingasvæði Þórs við Skarðshlíð Akureyri. Biðtími samningsgerðar eru 10 dagar.
Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Liður 4. í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2024:
Tekið fyrir að færa Hlíðarfjall að fullu undir umhverfis- og mannvirkjaráð með það markmið að einfalda ákvarðanatöku og klára þá tilfærslu sem í dag er nánast orðin að fullu. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að stjórn Hlíðarfjalls verði færð undir umhverfis- og mannvirkjaráð.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að færa verkefni Hlíðarfjalls frá bæjarráði til umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur bæjarstjóra að vinna að færslu verkefnisins.