Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:
Erindi dagsett 9. apríl 2021 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs íþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á vatnsblásara til að bleyta gervigrasið í Boganum og til rykbindingar innanhúss.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs og Björgvin Hrannar Björgvinsson byggingastjóri viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir fjármagni úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs að upphæð kr. 3.224.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni um upphæð kr. 3.500.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.
Lögð fram beiðni velferðaráðs dagsett 4. maí 2020 varðandi kaup á bíl fyrir barnavernd og heimaþjónustu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni um kaup á bíl með fyrirvara um að það sé metan- eða rafmagnsbíll. Enda sé það í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Lagður fram leigusamningur um Gudmandsminde að Aðalstræti 14 á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir leigusamninginn. Aðilar að samningnum eru Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Bjarmahlíð þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, Pieta samtökin, velferðarsvið og umhverfis- og mannvirkjasvið.
Lagt fram skilamat dagsett 21. apríl 2021 varðandi framkvæmdir við D-álmu Glerárskóla.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 6. maí 2021 varðandi útboð á framkvæmdum við B-álmu Lundarskóla.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við ÁK Smíði ehf.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. apríl 2021 varðandi fyrirhuguð rif á fasteignum í eigu Akureyrarbæjar. Um er að ræða Höfðahlíð 2, byggingar í Ytra-Krossanesi, Strandgötu 6, geymslu við Glerárholt, vesturpart Strandgötu 17 og tvo hjalla í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir niðurrifið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að skipulagsráð og eftir atvikum Minjastofnun samþykki rifið einnig.
Lagður fram samningur við Lionsklúbbinn Hæng varðandi skógræktarsvæði inni á Glerárdal.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar erindinu en frestar afgreiðslu.
Samþykktir um kattahald í Akureyrarbæ ræddar.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð ályktar að lögð verði áhersla á bætta nýskráningu katta og þá til að mynda þá staðreynd að örmerking hjá dýralækni leiði ekki sjálfkrafa til skráningar hjá sveitarfélaginu. Einungis eru tæplega 150 kettir skráðir á Akureyri og forsenda stærri ákvarðana er að sjá umfangið. Einnig er lagt til að auglýsa og fræða um áhrif af lausagöngu katta á fuglalíf á varptíma og endurskoða svo þær samþykktir sem í gildi eru.
Ræddar framkvæmdir við gatnamót á stíg þar sem reiðstígur, hjólastígur og gönguskíðastígur mætast.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða útfærslu í ljósi þess að samráð var haft við helstu fulltrúa hópa útivistarfólks sem tóku vel í þessa lausn.
Lagt fram minnisblað dagsett 4. maí 2021 varðandi rekstur Slökkviliðsins á Akureyri.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti minnisblað varðandi starfsmannahald og rekstrarkostnað hjá slökkviliðinu.