Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 -
  • Fundarherbergi UMSA
  • Fundur nr. 142

Nefndarmenn

    • Andri Teitssonformaður
    • Þórhallur Harðarson
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
    • Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Georg Fannar Haraldssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Jón Hjaltason boðuðu forföll fyrir sig og varamenn sína.
  • Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

    Málsnúmer 2023030859

    Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna opnunar tilboða í 1. áfanga Móahverfis, gatnagerð og lagnir.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá G. Hjálmarssyni hf. að upphæð kr. 798.361.508.

  • Strætó - leiðakerfi

    Málsnúmer 2023060064

    Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Akureyrar.

    Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

    Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að marka þá stefnu að reka áfram á Akureyri öfluga og gjaldfrjálsa þjónustu strætisvagna, á grundvelli núverandi leiðakerfis. Ekki verður farið í innleiðingu á nýju leiðakerfi samanber ákvörðun sem tekin var í júní 2021 og var svo frestað fram í ágúst 2022. Fyrir því eru nokkrar veigamiklar ástæður, svo sem: 1. Stofnkostnaður við innviði og fjölgun vagna í nýju kerfi er um 350 mkr. umfram það sem þarf í núverandi leiðakerfi. 2. Árlegur rekstrarkostnaður í nýju leiðakerfi er talinn verða um 50-60 mkr. hærri en þar að auki eru vísbendingar um að kostnaður við mönnun vakta í nýju kerfi sé vanáætlaður. 3. Talning farþega í vögnum undanfarna mánuði bendir til að nýting fari batnandi, sem er ánægjuefni.



    Stefnt er að flutningi jöfnunarstöðvar að Glerártorgi á næstu 1-2 árum. Til að endurnýja vagnaflotann verði keyptir tveir rafknúnir strætisvagnar á næstu 2-3 árum og byggðir upp innviðir fyrir hleðslu þeirra. Mögulega þarf að kaupa í millitíðinni annan notaðan díselvagn til að brúa bilið. Ekki er nægilegt framboð á metani í landinu til að fjölga slíkum vögnum. Núverandi leiðakerfi verður lagað að stækkandi byggð svo sem í Móahverfi og Holtahverfi og einnig lagað að breyttum þörfum svo sem með auknum akstri við Sunnuhlíð, vegna nýrrar heislugæslustöðvar. Áfram verða kannaðir möguleikar á að flétta frístundaakstur barna inn í reglubundinn akstur strætisvagna eftir hádegi á virkum dögum. Jafnframt verði fylgst með þróun í almenningssamgöngum s.s. snjall- og deilisamgöngum.



    Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

  • Kaup á matarvagni

    Málsnúmer 2023061449

    Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna tillögu að kaupum á matarvagni í Hlíðarfjall.

    Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð afþakkar tilboð um kaup á matarvagni fyrir Hlíðarfjall.

  • Trjáfellingar - reglur

    Málsnúmer 2023061761

    Til umræðu samþykkt um verndun trjáa á Akureyri.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að kannaður verði möguleiki á að fella inn í umhverfis- og loftslagsstefnu ákvæði um verndun trjáa og ásýnd bæjarins og markmið að auka gróður í bæjarlandinu.

  • Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra

    Málsnúmer 2023061123

    Erindi dagsett 20. júní 2023 frá Albertínu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE þar sem óskað er eftir umsögn um skýrslu um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra. Umsagnir og athugasemdir óskast sendar á netfangið smari@ssne.is fyrir 15. ágúst nk.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna drög að umsögn og kortleggja möguleika á endurheimt votlendis í bæjarlandinu.

  • Uppruni svifryks - skýrsla

    Málsnúmer 2022030389

    Lögð fram skýrsla dagsett 1. júní 2023 á rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar á upprunagreiningu svifryks á Akureyri.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir skýrsluna og þær mikilvægu upplýsingar sem þar koma fram. Staðfest er að bílaumferð er meginorsakavaldur svifryksmengunar á Akureyri og hátt hlutfall malbiks í svifryki er áhyggjuefni. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hraða endurskoðun á verklagsreglum gegn svifryki og að þær liggi fyrir í september í samvinnu við Vegagerðina og Heilbrigðiseftirlitið. Vísað er til Heilbrigðiseftirlitsins að endurskoða viðbragðsáætlun frá 2020 og gera hana sýnilegri á heimasíðunni.

  • Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

    Málsnúmer 2022110167

    Minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna fyrirkomulags eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og óskað er eftir að kostnaður verði settur inn á fjárfestingaráætlun á árunum 2024-2028.

  • Glerárskóli - endurbætur A og C álmu

    Málsnúmer 2022020337

    Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna viðbótarframkvæmda í inngarði milli A og C álmu.

    Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 38.500.000 til bæjarráðs til að ljúka frágangi á inngarði sem liggur milli A og C álmu við Glerárskóla samhliða framkvæmdum við A álmu. Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 er um kr. 30.000.000 og kr. 8.500.000 á árinu 2024.



    Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

    Undirrituð árétta þá skoðun sína sem áður hefur komið fram í umfjöllun ráðsins um þetta mál að þau eru andsnúin þeirri forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn að klára ekki framkvæmdir við Glerárskóla í einni atrennu. Þar komi til bæði hagkvæmnissjónarmið og sjónarmið um velferð nemenda. Benda þau á að tvö ár, eða því sem nemur því hléi sem á að gera á framkvæmdum, er jafngildi 1/5 af skólagöngu grunnskólabarns. Það hefur því áhrif á upplifun barna af grunnskólagöngu sinni hvernig framkvæmdahraða og framkvæmdatíma er háttað.

  • Leikskóli í Hagahverfi

    Málsnúmer 2023010583

    Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna staðsetningar leikskóla í Hagahverfi.

    Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að sótt verði um nýja hentuga lóð sem þjónar betur framtíðaruppbyggingu á svæðinu, lóðin sem ætluð er í Hagahverfi er of lítil fyrir þá stærð leikskóla sem lagt er til og staðsetning sunnar muni þjóna betur framtíðaruppbyggingu og þeirri stærð sem menn telja að þurfi til rekstrar.