Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2024 varðandi jólaskreytingar jólin 2024 og áramótabrennu áramótin 2024/2025.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Rætt um aksturssvæði KKA við Hlíðarfjallsveg.
Bjarki Sigurðsson formaður KKA og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við hlutaðeigandi aðila, skipulagssvið og fræðslu- og lýðheilsusvið, með það markmið að skilgreina, afmarka og merkja svæðið betur og klára samninga um notkun svæðisins.
Lagt fram minnisblað dagsett 8. nóvember 2024 varðandi drög að samningi vegna bráðabirgða aðgerða vegna fráveitu frá Hótel Kjarnalundi.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ólafur Kjartansson V-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Tekið fyrir að færa Hlíðarfjall að fullu undir umhverfis- og mannvirkjaráð með það markmið að einfalda ákvarðanatöku og klára þá tilfærslu sem í dag er nánast orðin að fullu.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að stjórn Hlíðarfjalls verði færð undir umhverfis- og mannvirkjaráð.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. nóvember 2024 varðandi umtalsvert viðhald gatna, stíga og lagna á Oddeyrinni og röð þeirra.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að málið verði unnið áfram og tekið fyrir aftur á næsta fundi.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Halla Birgisdóttir Ottesen óháð óska bókað:
Í okkar huga er löngu tímabært að Akureyrarbær bretti upp ermar og fari í markvissa og kraftmikla uppbyggingu innviða á Oddeyrinni, þar sem m.a. er tekið tillit til hækkandi sjávarstöðu. Horfa ætti sérstaklega til uppbyggingar og samþættingar gatna, gangstétta, gangbrauta, lóðanýtingar, almennrar umhirðu og lýsingu svo eitthvað sé nefnt. Draumsýn okkar er að sérstök ákvörðun verði tekin um að á íbúðasvæði Oddeyrarinnar verði fallegir „gamaldags“ ljósastaurar í líkingu við þá sem finna má í innbænum. Með því að láta innviði hverfisins vera í samræmi við eðli hverfisins væri hægt að undirstrika sérstöðu þess í sögu Akureyrar. Á hverfafundi íbúa á Oddeyrinni á þessu ári mátti heyra áhyggjur fólks af þvi að sveitarfélagið leyfði Oddeyrinni að drabbast niður og greinilegt að fundargestum þótti það ákaflega miður. Oddeyrin er einstök og höfum við þá trú að þar séu mögnuð tækifæri til að gera betur og að til framtíðar verði Oddeyrin eitt eftirsóknasta hverfi bæjarins.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. nóvember 2024 varðandi uppbyggingu stofnstíga samkvæmt gildandi aðalskipulagi Akureyrar.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram kynning dagsett 13. nóvember 2024 varðandi endurskoðun á leiðaneti SVA vegna færslu jöfnunarstöðvar og lagðar fram tvær leiðir til þess að koma á móts við þá breytingu.
Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og óskar ráðið eftir umsögn, á þessum fyrstu hugmyndum að breytingum leiðakerfis vegna færslu á jöfnunarstöð, frá ungmennaráði, öldungaráði og öðrum hagsmunaaðilum.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:
Ljóst er að talsvert ákall hefur verið um aukna tíðni strætisvagna, auk þess sem kallað hefur verið eftir frístundavagni í því skyni að minnka skutlið. Sú hugmynd sem hér liggur til grundvallar um breytingar á leiðakerfi strætó er því ákaflega spennandi. Eftir að fyrir liggja umsagnir ungmenna- og öldungaráðs og annarra hagsmunaaðila, ætti að taka ákvörðun um aukna tíðni ferða strætisvagna, sem yrði að veruleika samhliða því að ný jöfnunarstoppistöð yrði tekin í notkun.
Við lýsum þó enn á ný yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar fyrir innanbæjar- og landsbyggðarstrætó, þá ekki síst vegna þess hversu lítið svæðið er og erfitt að þróa það áfram, reynist þörf á því í framtíðinni. Þá skiptir miklu máli að jöfnunarstoppistöð muni ekki hafa neikvæð áhrif á umferðarflæði á svæðinu, en þar eru nú þegar að myndast umferðarteppur. Þá er mjög mikilvægt að tryggja örugga og greiða aðkomu að jöfnunarstoppistöðinni fyrir alla. Við hefðum talið heppilegra að jöfnunarstöðin hefði verið norðan við Ráðhúsið, líkt og áður var gert ráð fyrir.
Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2024 varðandi endurnýjun á veghefli á umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki í fjárhagsáætlun 2024 þar sem að liðir í Eignarsjóði gatna verði lækkaðir og fjármagn fært á liðinn áhöld og tæki á umhverfismiðstöð og samþykkir að auglýsa útboð um kaup á veghefli með fyrirvara um samþykki viðaukans.
Nýbygging gatna liður Sjafnarnes lækkaður um 35 mkr., þar sem framkvæmdir hafa gengið hægar en áætlað var. Áætlun gerði ráð fyrir 65 mkr. en verður 30 mkr. eftir lækkun. Einnig að Malbikun gatna verði lækkaður um 15 mkr., var 110 mkr. en verður 95 mkr. eftir lækkun.
Á móti yrði liðurinn áhöld og tæki hjá umhverfismiðstöð hækkaður um 50 mkr., úr 10 mkr. í 60 mkr.
Viðaukinn ætti að gefa svigrúm til þess að fjármagna kaup á nýjum veghefli, þar sem gert er ráð fyrir 40 mkr. í liði áhöld og tæki árið 2025.
Haldin var kynning á gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyreyrarbæ.
Berglind Hallgrímsdóttir frá EFLU, Arna Kristjánsdóttir frá EFLU og Arwa Alfadhli
verkefnastjóri teiknistofu umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og skipar Brynju Hlíf Þorsteinsdóttur L-lista og Ingimar Eydal B-lista í samráðshóp vegna um umferðaröryggisáætlunar.
Lögð fram minnisblöð dagsett 13. nóvember 2024 varðandi að bæta við lyftum í húsnæði Akureyrarbæjar við Vallartún og Eiðsvallargötu.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í framkvæmdirnar og leggur til að framkvæmdin verði kynnt hagsmunaaðilum, til að mynda í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.