Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2021 frá vinum Ágústar H. Guðmundssonar sem féll frá í upphafi árs þar sem leitast er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um að reisa veglegan úti körfuboltavöll med snjóbræðslu, girðingu og lýsingu til minningar um hann.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með framtakið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Tekið fyrir minnisblað dagsett 9. febrúar 2021 varðandi fráveitu frá Hömrum.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við Norðurorku að tengja tjaldsvæðið á Hömrum við fráveitu bæjarins og nýja hreinsistöð í Sandgerðisbót. Þetta verður mikið framfaramál vegna umhverfissjónarmiða auk þess virðist það vera hagkvæmasta lausnin.
Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2021 varðandi framkvæmdir við lagningu Hólasandslínu 3 í landi Akureyrar.
Lagt fram minnisblað dagsett 10. febrúar 2021 varðandi verðkönnun á eldhústækjum fyrir leikskólann Klappir. Fjögur tilboð bárust.
Fastus kr. 12.371.243
Bako Ísberg tilboð 1 kr. 7.705.387
Bako Ísberg tilboð 2 kr. 8.239.820
Bako Ísberg tilboð 3 kr. 6.420.856
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði nr. 2 frá Bako að upphæð kr. 8.239.820.
Tekið fyrir bréf dagsett 6. febrúar 2021 frá Skátafélaginu Klakki varðandi beiðni um að setja upp dósasöfnunarkassa við nokkrar grenndarstöðvar á Akureyri.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram frekari gögn síðar. Afgreiðslu frestað.
Lagt fram bréf frá Guðmundi V. Gunnarssyni dagsett 6. febrúar 2021 varðandi snjómokstur í bæjarlandinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir ábendingar og tillögur frá Guðmundi og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Í framhaldinu var rætt almennt um snjómokstur í bæjarlandinu og þykir fundarmönnum hafa tekist vel til í vetur.
Tekið fyrir erindi varðandi snjómokstur á reiðstígum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Lögð fram minnisblöð dagsett 10. febrúar 2021 varðandi endurbætur á leiðaneti strætó og framkvæmdir vegna þeirra.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.