Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 10:55
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 93

Nefndarmenn

    • Andri Teitssonformaður
    • Unnar Jónsson
    • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
    • Sigurjón Jóhannesson
    • Berglind Bergvinsdóttir
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
    • Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
    • Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
  • Kynningaráætlun UMSA

    Málsnúmer 2021011645

    Lögð fram drög að kynningaráætlun UMSA fyrir árið 2021.

  • Breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs

    Málsnúmer 2020010313

    Umræður um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna umsögn við lögin í samræmi við umræður á fundinum.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir minnisblaði í framhaldinu hvað varðar kostnað og tölulegar upplýsingar um sorphirðu á Akureyri.

  • Austursíða 2 - umsögn UMSA vegna skipulags

    Málsnúmer 2021011654

    Lagt fram minnisblað dagsett 24. janúar 2021 varðandi rýni UMSA á deiliskipulagsdrögum við Austursíðu 2.

    Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða umsögn og felur embættismönnum að koma umsögninni á framfæri við skipulagsráð.

    Fylgiskjöl
  • Týsnes - gatnagerð og lagnir

    Málsnúmer 2019020223

    Lagt fram skilamat á gatnaframkvæmdum við Týsnes dagsett 21. janúar 2021.

    Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

    Fylgiskjöl
  • Kirkjutröppur - viðhald

    Málsnúmer 2021011641

    Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2021 varðandi ástand kirkjutrappanna frá Kaupvangsstræti upp að Akureyrarkirkju.

    Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að áfram verði unnin áætlun um endurbætur á kirkjutröppunum ásamt kostnaðaráætlun.

  • Loftgæðamál bygginga 2021

    Málsnúmer 2021011697

    Lagt fram minnisblað dagsett 21. janúar 2021 varðandi loftgæði og rannsóknir í nokkrum byggingum Akureyrarbæjar.

  • Ráðhúsið á Akureyri

    Málsnúmer 2021011696

    Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2021 varðandi áætlannir um endurbætur á og viðbyggingu við Ráðhúsið á Akuryeri.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að efna til forvals vegna hönnunar á viðbyggingu og endurbótum á Ráðhúsinu við Geislagötu og að kanna möguleikann á því að fá vistvæna vottun á framkvæmdina.

  • Bílastæðasjóður - gjaldtaka

    Málsnúmer 2019050628

    Rætt um gjaldtöku á bílastæðum á ákveðnum svæðum á Akureyri.