Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Tekin fyrir beiðni um viðauka vegna ófyrirséðs viðhalds á heitum potti við Sundlaug Akureyrar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð kr. 5 milljónir.
Andri Teitsson L-lista og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sátu hjá.
Ræddur fjöldi og staðsetning rusladalla í bæjarlandinu.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bæta við rusladöllum hjá leiksvæðum og strætóskýlum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögu um frekari fjölgun ef þörf krefur.
Tekin fyrir beiðni Tónlistarskólans á Akureyri um úrbætur á loftgæðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela umhverfis- og mannvirkjasviði að endurmeta kostnaðaráætlun frá 2013 vegna úrbóta á loftgæðum í Tónlistarskólanum.
Tekin fyrir áform Vegagerðarinnar um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar.
Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu. Enda má ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári.
Lagt fram bréf þess efnis að hefja gjaldtöku á bílaplönum í einkaeigu sem tengd eru gatnalýsingarkerfi Akureyrarbæjar.
Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að senda út bréf þess efnis að tilkynna notendum um breytt fyrirkomulag.
Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða að fresta liðnum.
Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið undir málaflokki 107 Brunamál og almannavarnir.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 106 Leik- og sparkvellir, 107 Brunamál og almannavarnir, 108 Hreinlætismál, 110 Umferðar- og samgöngumál , 111 Umhverfismál, 113 Atvinnumál, 131 Fasteignir Akureyrarbæjar, 147 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar og 143 Félagslegar íbúðir þó með þeim fyrirvörum að fyrirséð er að fjármagn vantar í málaflokk 110 vegna stækkunar á gatnakerfi í rekstri. Einnig er ljóst að fjármagn í snjómokstur er of lágt áætlað sé horft til kostnaðar síðustu 5 ára og telur ráðið að hækka þurfi rammann vegna þessa. Síðan eru málefni innan 106, 108 og 111 sem ráðið telur að æskilegt sé að fara í sem ekki eru á áætlun.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs frestar afgreiðslu á 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.