Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 4. lið fundargerðar öldungarráðs frá 18. september 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Fulltrúar EBAK lýsa yfir áhyggjum af öryggismálum í kjallaranum í Sölku og hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við fræðslu- og lýðheilsusvið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Halla Birgisdóttir Ottesen óflokksbundin og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:
Ljóst er að húsnæði fyrir félagsaðstöðu aldraðra á Akureyri, ekki síst í Sölku er verulega ábótavant, ekki síst er varðar aðgengi, brunamál, bílastæði, loftgæði, snyrtingar og fleira. Auk þess sem löngu tímabært er að stækka félagsaðstöðu Birtu. Það á að vera forgangsmál að bæta félagsaðstöðu eldri borgara, sem um langt skeið hefur verið bent á að sé verulega ábótavant. Þess utan er mikilvægt að meta það hvort að sú ákvörðun að flytja Punktinn upp í Sölku hafi verið ákjósanleg.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 1. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Vegamál liggja þungt á heimamönnum, það þarf að gera göturnar góðar ekki bara holufylla öðru hverju. Það var sett bundið slitlag 1994 og aftur 2014 en þá var það ekki klárað almennilega, því það mátti bara setja á ákveðið marga kílómetra. Einnig var bent á að lestin sem er mjög vinsæl hjá ferðamönnum er í vandræðum með að keyra á götunum eins og ástandið er á þeim. Einnig þyrfti að setja dren á nokkrum stöðum, það virkar mjög vel þar sem dren voru sett í fyrra vetur.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 2. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Óskað er eftir ljósastaurum frá byggðinni að Básum þar sem ferðamenn koma í auknum mæli einnig yfir vetrartímann. Einnig væri gott að fá ljósastaura suður að vitanum. Einnig var bent á að það mætti setja stikur á sömu leið. Þessi beiðni var einnig í fundargerð 45.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 3. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Óskað er eftir því að plan undir ruslasvæði verði steypt. Hingað til hefur verið þar malarplan og er þ.a.l. drullusvað mestan hluta árs. Þessi ósk hefur komið fram áður, m.a. í fundargerð 40. fundar 14. febrúar 2023. Og aftur í fundargerð 45. fundar 19. febrúar 2024.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 5. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Óskað er eftir fánastöngum á félagsheimilið og eru heimamenn tilbúnir til að setja þær upp þegar þær koma.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 14. desember 2023 vísað 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar frá 7. desember 2023 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Ítrekað að fara þurfi í samþykkt skipulag hafnar- og miðsvæðis eyjarinnar og að koma þeim framkvæmdum inn á framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar. Óskar hverfisráð Hríseyjar eftir að umhverfis- og mannvirkjaráð taki málið fyrir við undirbúning fjárhagsáætlunar 2025.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að uppfæra kostnaðarmat deiliskipulagsins og leggja fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 13. júní 2024 vísað 6. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar frá 4. júní 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Hverfisráð ítrekar að ástandið á Brekkugötu sé ekki gott að þar þarf að klára að vinna götuna. Óskar hverfisráð eftir samtali við sviðsstjóra skipulags- og umhverfis- og mannvirkjasviðs vegna ástandsins á Brekkugötu og framkvæmdaþörf þar.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Hríseyjar.
Lagt fram minnisblað dagsett 31. október 2024 varðandi sölu tækja hjá umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Lagt fram minnisblað dagsett 1. nóvember 2024 varðandi framkvæmdir og ýmis mál í Lystigarðinum á Akureyri.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 1. nóvember 2024 vegna framkvæmda við vélageymslu í Hlíðarfjalli.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 31. október 2024 vegna framkvæmda við KA svæði.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að yfirfara öryggismál vegfaranda við inn- og útakstur á vinnusvæðinu og kynna á næsta fundi.