Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynntu endurskoðaða samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð sem tók gildi 1. janúar 2022 ásamt nýju skipuriti Akureyrarbæjar og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Stefán Gíslason ráðgjafi frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. kynnti kolefnisfótspor Akureyrarbæjar vegna ársins 2020.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi fyrirhugað útboð í sorpmálum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka upp viðræður við Terra um að framlengja samninginn óbreyttan um 9 mánuði, til 31. ágúst 2023. Tíminn verður nýttur til að fá betri upplýsingar um innleiðingu á nýjum lögum og til að leitast eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög Akureyrar.
Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi uppsetningu hreystitækja fyrir fullorðna.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með uppsetningu hreystitækjanna.
Lagt fram minnisblað dagsett 18. janúar 2022 varðandi rafmagnsvæðingu á Strætisvögnum Akureyrar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi endurnýjun á ferlibílum.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kanna með vistvæna orkugjafa.
Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2022 varðandi beiðni Golfklúbbs Akureyrar til tækjakaupa.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á sáningarvél og götunarvél að fjárhæð allt að kr. 11.000.000. Vélarnar munu einnig nýtast fyrir önnur íþróttafélög.
Lagt fyrir bréf dagsett 28. janúar 2022 varðandi framgang framkvæmda við Holtahverfi.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að senda bréf til verktakans með áréttingu um að staðið verði við verkáætlanir og skiladaga.
Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í jarðvegsframkvæmdir við gervigrasvelli við KA.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Tilboð í jarðvegsskipti á Nývangi, nýjum æfingavelli KA og frágang umhverfis völl voru opnuð þann 27. janúar 2022. Tvö tilboð bárust:
Frá G. Hjálmarssyni ehf.
Kr. 24.083.000 - 111% af kostnaðaráætlun
Frá Finni ehf.
Kr. 21.528.600 - 99% af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun
Kr. 21.667.600
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.
Lögð fram gögn vegna viðhalds á gervigrasi í Boganum.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að farið verði yfir ástand og umhirðu á grasi og niðurstöðunni skilað á næsta fundi ráðsins. Viðgerðir við grasið hófust í vikunni og er lokið. Fulltrúi frá söluaðila mun koma í dag og taka út ástandið á grasinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að úrbætur gangi hratt fyrir sig þar sem núverandi ástand á gervigrasinu skapi mikla hættu fyrir notendur Bogans sem sé óásættanlegt með öllu. Fenginn verði sem fyrst óháður sérfræðingur til að taka út grasið og undirlagið í Boganum öllum knattspyrnuiðkendum á Akureyri til heilla.