Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 11:56
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 113

Nefndarmenn

    • Andri Teitssonformaður
    • Unnar Jónsson
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
    • Þórhallur Harðarson
    • Berglind Bergvinsdóttir
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
  • Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar

    Málsnúmer 2022010176

    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynntu endurskoðaða samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð sem tók gildi 1. janúar 2022 ásamt nýju skipuriti Akureyrarbæjar og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

  • Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs

    Málsnúmer 2018020409

    Stefán Gíslason ráðgjafi frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. kynnti kolefnisfótspor Akureyrarbæjar vegna ársins 2020.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

  • Sorphirða í Akureyrarbæ - útboð 2022

    Málsnúmer 2021101499

    Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi fyrirhugað útboð í sorpmálum.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka upp viðræður við Terra um að framlengja samninginn óbreyttan um 9 mánuði, til 31. ágúst 2023. Tíminn verður nýttur til að fá betri upplýsingar um innleiðingu á nýjum lögum og til að leitast eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög Akureyrar.

  • Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

    Málsnúmer 2020010595

    Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi uppsetningu hreystitækja fyrir fullorðna.

    Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með uppsetningu hreystitækjanna.

  • Strætisvagnar Akureyrar - rafmagnsvæðing

    Málsnúmer 2022010825

    Lagt fram minnisblað dagsett 18. janúar 2022 varðandi rafmagnsvæðingu á Strætisvögnum Akureyrar.

    Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram.

  • Ferliþjónusta - endurnýjun bifreiða

    Málsnúmer 2022011371

    Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi endurnýjun á ferlibílum.

    Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kanna með vistvæna orkugjafa.

  • Búnaðarsjóður UMSA 2022

    Málsnúmer 2022011345

    Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2022 varðandi beiðni Golfklúbbs Akureyrar til tækjakaupa.

    Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á sáningarvél og götunarvél að fjárhæð allt að kr. 11.000.000. Vélarnar munu einnig nýtast fyrir önnur íþróttafélög.

  • Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

    Málsnúmer 2021023068

    Lagt fyrir bréf dagsett 28. janúar 2022 varðandi framgang framkvæmda við Holtahverfi.

    Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að senda bréf til verktakans með áréttingu um að staðið verði við verkáætlanir og skiladaga.

  • Félagssvæði KA - gervigrasvellir

    Málsnúmer 2021120734

    Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í jarðvegsframkvæmdir við gervigrasvelli við KA.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Tilboð í jarðvegsskipti á Nývangi, nýjum æfingavelli KA og frágang umhverfis völl voru opnuð þann 27. janúar 2022. Tvö tilboð bárust:

    Frá G. Hjálmarssyni ehf.

    Kr. 24.083.000 - 111% af kostnaðaráætlun

    Frá Finni ehf.

    Kr. 21.528.600 - 99% af kostnaðaráætlun

    Kostnaðaráætlun

    Kr. 21.667.600

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.

  • Gervigras í Boganum - viðhald

    Málsnúmer 2021111572

    Lögð fram gögn vegna viðhalds á gervigrasi í Boganum.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að farið verði yfir ástand og umhirðu á grasi og niðurstöðunni skilað á næsta fundi ráðsins. Viðgerðir við grasið hófust í vikunni og er lokið. Fulltrúi frá söluaðila mun koma í dag og taka út ástandið á grasinu.



    Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að úrbætur gangi hratt fyrir sig þar sem núverandi ástand á gervigrasinu skapi mikla hættu fyrir notendur Bogans sem sé óásættanlegt með öllu. Fenginn verði sem fyrst óháður sérfræðingur til að taka út grasið og undirlagið í Boganum öllum knattspyrnuiðkendum á Akureyri til heilla.