Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 09:45
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 2

Nefndarmenn

    • Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
    • Eiríkur Jónsson
    • Jón Orri Guðjónsson
    • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
    • Þorsteinn Hlynur Jónsson
    • Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
  • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

    Málsnúmer 2014030109

    Lagt fram minnisblað dagsett 17. janúar 2017 um verkefnið þar sem óskað er eftir tilnefningu nefndarmanns í stýrihóp vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista í stýrihópinn.

  • Molta - samningur um verktökuvinnu og sérfræðiþjónustu sem Molta ehf hyggst vinna fyrir Flokkun ehf

    Málsnúmer 2017010358

    Lagður fram til kynningar samningur á milli Moltu ehf og Flokkunar ehf dagsettur 13. janúar 2017 ásamt fundargerð frá hluthafafundi Flokkunar ehf dagsett 13. janúar 2017.

  • Leiguíbúðir - bygging lítilla íbúða

    Málsnúmer 2017010357

    Lögð fram greinargerð dagsett 25. janúar 2017 um framkvæmdirnar ásamt umsókn um stofnframlög.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu og sækja um stofnframlögin.

  • Áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra vegna útskiptingar dekkjakurls á leik- og íþróttavöllum

    Málsnúmer 2017010059

    Lögð fram aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytis dagsett 6. janúar 2017 vegna útskiptingar dekkjakurls á leik- og íþróttavöllum.

    Framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar rúmast vel innan marka aðgerðaráætlunar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

  • SVA - samningur um birtingu leiðakerfis og aksturs á Akureyri á heimasíðu Strætó bs og í appi

    Málsnúmer 2017010342

    Lögð fram drög að samningi við Strætó bs dagsett 17. janúar 2017 um birtingu leiðakerfis og aksturs strætisvagna á Akureyri á heimasíðu Strætó bs og í Strætó appinu.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra að ganga frá honum.

  • Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM kvenna á Akureyri 2017

    Málsnúmer 2016120020

    Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2017 vegna beiðnar frá Skautafélagi Akureyrar dagsett 11. janúar 2017 um að búningsklefar verði stækkaðir fyrir heimsmeistaramót kvenna í íshokkí sem fram fer á Akureyri í febrúar og mars 2017.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og er áætlaður kostnaður um 3,6 milljónir króna.

  • Verkfundargerðir 2017

    Málsnúmer 2017010343

    Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

    Bygging lítilla íbúða: 6. fundur verkefnisliðs dagsettur 19. desember 2016.

    Nökkvi: 8.- 10. fundur verkefnisliðs dagsettir 21. nóvember og 15. desember 2017 og 12. janúar 2017.

    Sundlaug Akureyrar rennibrautir og pottar: 1.- 5. verkfundur dagsettir 2. og 23. nóvember og 7. desember 2016, 4. og 18. janúar 2017.