Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:17 - 11:28
  • Fundarherbergi UMSA
  • Fundur nr. 132

Nefndarmenn

    • Andri Teitssonformaður
    • Inga Dís Sigurðardóttir
    • Þórhallur Harðarson
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
    • Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
    • Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
    • Anton Bjarni Bjarkasonáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
  • Kirkjutröppur - viðhald

    Málsnúmer 2021011641

    Kynning á fyrirhugðuðu viðhaldi á kirkjutröppum, stígum, lýsingu og fallvörnum í og við kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju.

    Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð áréttar að þar sem stefnt sé að því að framkvæmdir þessar fari fram á mesta hánnatíma ferðamennsku í bænum sé gríðarlega mikilvægt að undirbúningur framkvæmda taki mið af og geri ráð fyrir upplýsingagjöf til ferðamanna um framkvæmdina ásamt leiðbeiningum og upplýsingaskiltum um hvernig komast megi leiðar sinnar innan bæjarins þegar eðlilegt væri að nýta kirkjutröppurnar.

  • Útboð - Niðurrif á Ytra-Krossanesi og Lundeyri

    Málsnúmer 2022111119

    Lagt fram minnisblað dagsett 17. janúar 2023 varðandi opnun tilboða í niðurrif á Ytra-Krossanesi og Lundeyri. Fjögur tilboð bárust.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði í framkvæmdina frá BB byggingar ehf.

  • Leikskóli í Hagahverfi

    Málsnúmer 2023010583

    Lagt fram minnisblað dagsett 10. janúar 2023 varðandi framkvæmdir og stofnun verkefnishóps um verkefnið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Ingu Dís Sigurðardóttur M-lista í verkefnislið fyrir verkefnið leikskóli í Hagahverfi. Ráðið óskar einnig eftir því að fræðslu- og lýðheilsuráð skipi einnig í liðið.



    Jón Hjaltason óháður óskar bókað:

    Undirritaður skorar á bæjaryfirvöld að vega og meta kosti þess að byggja fremur fleiri og smærri leikskóla vítt og breitt um bæinn heldur en stærri og færri.

  • Nonnahagi - þjónustuíbúðir

    Málsnúmer 2023020044

    Lagt fram minnisblað dagsett 6. febrúar 2023 varðandi framkvæmdir og stofnun verkefnishóps um verkefnið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Þórhall Harðarsson D-lista í verkefnislið fyrir verkefnið þjónustuíbúðir í Nonnahaga. Ráðið óskar einnig eftir því að velferðarráð skipi í liðið.

  • Flúðir - kennslustofur

    Málsnúmer 2023010584

    Umræður um þær lausnir sem í boði eru á því að auka húsnæði undir leikskóla á Akureyri fyrir næsta haust.

    Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

  • Styrkur vegna aðgengismála

    Málsnúmer 2022120445

    Kynning á þeim verkefnum sem styrkurinn nær til.

    Steindór Ívar Ívarsson forstöðumður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

  • Slökkvilið - þjónustubifreið

    Málsnúmer 2022090104

    Lagt fram minnisblað dagsett 6. febrúar 2023 varðandi endurnýjun á þjónustubifreið hjá slökkviliðinu.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að endurnýja þjónustubifreiðina. Kostnaður við kaupin verða kr. 6 milljónir og verða þær tekin af liðnum Tæki og bifreiðar í fyrirtæki 3500.

  • Skjaldarvík - áform

    Málsnúmer 2023020041

    Umræður um framtíðarnotkun á jörðinni og húsnæði í Skjaldarvík.

  • Boginn - lýsing

    Málsnúmer 2023020043

    Lagt fram minnisblað dagsett 3. febrúar 2023 varðandi endurnýjun á lýsingu í Boganum.

    Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir umsögn fræðslu- og lýðheilsuráðs um endurnýjun ljósa í Boganum sem er áætlað að kosti 57 milljónir.

  • Rósenborg - framkvæmdir vegna FélAk

    Málsnúmer 2023011504

    Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsett 30. janúar 2023:

    Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda við Rósenborg vegna flutnings starfsstöðvar FélAk.

    Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna framkvæmdanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og vísar til bæjarráðs ósk um viðauka í framkvæmdaáætlun að upphæð 14 milljónir.

  • Erindi til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla

    Málsnúmer 2022120681

    Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. desember 2022:

    Erindi dagsett 8. desember 2022 til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla.

    Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Starfsmaður: Sylvía Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Eyrúnu Skúladóttur fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hennar. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og leggur áherslu á að flýta framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla ef fjárhagslegt svigrúm gefst.

    Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð sér ekki svigrúm til þess að hraða framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla innan samþykktrar framkvæmdaáætlunar og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.



    Sindri Kristjánsson S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

    Í ljósi þess hvernig þetta mál er tilkomið á dagskrá fundar umhverfis- og mannvirkjaráðs geta þau sem þetta bóka ekki orða bundist. Nú vill svo til að tveir bæjarfulltrúar meirihlutans sitja í fræðslu- og lýðheilsuráði og sátu fund ráðsins sem um ræðir þar sem tekið var undir áhyggjur skólastjórnenda og skólaráðs Glerárskóla af framgangi framkvæmda við endurbætur skólans. Þessari ráðstöfun er varla hægt að líkja við annað en hringleikahús fáránleikans. Þessir sömu bæjarfulltrúar samþykktu ásamt öðrum félögum sínum í meirihlutanum fjárhagsááætlun fyrir árið 2023 í desember síðastliðinn ásamt áætlun um framkvæmdir á vegum bæjarins til næstu fjögurra ára. Það er í þessari sömu framkvæmdaáætlun þar sem tekin var sú ákvörðun að hefja þessar framkvæmdir ekki fyrr en árið 2026 í fyrsta lagi. Í milli samþykktar fjárhagsáætlunar 2023 og áðurnefndrar bókunar fræðslu- og lýðheilsuráðs liðu 10 dagar. Heilir 10 dagar. Áhyggjur bæjarfulltrúanna af stöðunni hljóta af þessum sökum að teljast innantómar, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

    Inga Dís Sigurðardóttir M-lista vék af fundi kl. 11:10.

  • Hlíðarbraut - stígur

    Málsnúmer 2023020042

    Lagt fram skilamat á framkvæmdinni dagsett 6. febrúar 2023.

    Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sátu fundinn undir þessum lið.

  • Kjarnavegur - umferðaröryggi og endurgerð

    Málsnúmer 2022050184

    Lagt fram skilamat á framkvæmdinni dagsett 3. febrúar 2023.

    Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sátu fundinn undir þessum lið.