Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt og Ólafur Jensson lýsingahönnuður frá Teiknistofu Norðurlands komu á fundinn og kynntu tillögur sínar að upplyftingu á miðbænum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í tillögurnar og vísar þeim til umræðu í stjórn Akureyrarstofu. Ráðið leggur einnig áherslu á að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum miðbæjarins sem fyrst þar sem hugmyndirnar verða kynntar.
Eiríkur Jónsson S-lista óskar bókað:
Útfærsla á breytingum á Ráðhústorgi þarfnast sérstakrar skoðunar með tilliti til samkomuhalds á torginu.
Lögð fram beiðni dagsett 28. mars 2017 frá HÍ og Náttúrustofu Suðvesturlands um leyfi til fuglarannsókna í Krossanesborgum til ársloka 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið.
Lögð fram til kynningar ráðning grasafræðings í Lystigarðinn á Akureyri.
Lagðar fram niðurstöður útboðs á kaupum á tveimur vinnuflokkabílum og fjarstýrðri hallaslátturvél fyrir Umhverfismiðstöð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga um kaup á vinnuflokkabílum við Brimborg ehf og við Vetrarsól ehf um kaup á hallaslátturvél.
Lagðar fram niðurstöður útboða á utanhúsmálun 2017:
Hulduheimar Sel - utanhússmálun og múrviðgerðir
Litblær ehf 2.045.300 98,6%
GÞ málverk ehf 3.602.810 173,7%
MSM ehf 3.932.050 189,5%
Kostnaðaráætlun 2.074.455
Lundarsel - utanhússmálun
Litblær ehf 2.147.300 100,1%
Betri fagmenn ehf 3.386.200 157,9%
GÞ málverk ehf 3.728.000 173,9%
MSM ehf 4.642.050 216,5%
Kostnaðaráætlun 2.144.300
Brekkuskóli - utanhússmálun
MSM ehf 8.349.550 112,5%
Kostnaðaráætlun 7.420.000
Þórsstúka - utanhússmálun og múrviðgerðir
Litblær ehf 1.569.920 96,2%
MSM ehf 1.944.350 119,1%
GÞ Málverk ehf 2.716.000 166,4%
Kostnaðaráætlun 1.632.000
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í hverju verki fyrir sig sem eru Litblær ehf í Hulduheima Sel, Lundarsel og Þórsstúku og MSM ehf í Brekkuskóla.
Lögð fram tilboð sem bárust í framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu á Akureyri:
BB byggingar 589.119.100 133,1%
ÁK smíði 551.975.213 124,7%
Kostnaðaráætlun 442.471.731 100%
Listasafnið á Akureyri opnaði 29. ágúst 1993 í Kaupvangsstræti 12 þar sem áður var Mjólkursamlag KEA. Húsið á sér langa sögu og er sterkt í bæjarmyndinni. Húsnæðið er á fimm hæðum og um 2.200 m² að stærð.
Í dag er Listasafnið á Akureyri rekið í hluta húsnæðis Mjólkursamlagsins og í Ketilhúsinu. Lengi hefur staðið til að taka aðrar hæðir hússins undir starfsemi Listasafnsins en þær hafa verið í lítilli notkun vegna ástands húsnæðisins.
Í dag uppfyllir húsnæðið ekki kröfur um eldvarnir, heilbrigðismál og aðgengismál og þarf m.a. að endurnýja allar vatns- og raflagnir og loftræstikerfi.
Ljóst er að ráðast þarf í gagngerar endurbætur á húsnæðinu til að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til húsnæðis listasafns gagnvart reglugerðum, rekstraraðilum og notendum.
Einnig þarf að horfa til þess að þær framkvæmdir sem eru á áætlun eru að stórum hluta uppsafnað viðhald á húsnæðinu sem nauðsynlegt er að ráðast í til að það verði ekki fyrir skemmdum og að lokum jafnvel ónothæft. Tengigangur á milli Mjólkursamlags og Ketilhúss stuðlar að hagræðingu fyrir rekstur Listasafnsins og eykur möguleika í starfsemi þess til muna.
Ætlunin er að í Listasafninu og umhverfi þess verði til manngerður áningarstaður fyrir ferðamenn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðunum sem bárust í verkið. Meirihluti ráðsins samþykkir jafnframt að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, ÁK smíði ehf.
Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:
Ég samþykki að öllum tilboðum sé hafnað, en ég greiði atkvæði gegn tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, enda er enn verið að bæta í kostnað við verkið svo nemur tugum milljóna. Þá set ég spurningamerki við þær tillögur sem lagðar eru fram til að lækka byggingarkostnaðinn og tel að þær muni ekki ganga að fullu eftir þegar á reynir. Byggingarkostnaðurinn stefnir því í að verða mun hærri þegar upp verður staðið.
Lagðar fram tillögur að breytingum á innkeyrslu að Síðuskóla við Bugðusíðu og aðgerðum til að auka öryggi gangandi vegfarenda að skólanum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillögurnar.
Gunnar Gíslason D-lista og Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir L-lista véku af fundi kl. 09:55.