Bæjarráð - 3761
- Kl. 08:15 - 10:30
- Fjarfundur
- Fundur nr. 3761
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Samkeppnishæfni Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2018110163Lögð fram drög að samkeppnisgreiningu sem unnin hefur verið í samvinnu við SSNE.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja ný drög fyrir bæjarráð fyrir lok mars.
SSNE - Samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4
Málsnúmer 2022021191Erindi dagsett 24. febrúar 2022 þar sem Eyþór Björnsson f.h. SSNE kynnir tillögu að samkomulagi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um kynningarmál. Lögð er fram tillaga að kostnaðarskiptingu.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Úttekt Persónuverndar á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi
Málsnúmer 2022020654Lagt fram til kynningar erindi frá Persónuvernd dagsett 25. febrúar 2022 þar sem tilkynnt er um úttekt stofnunarinnar á notkun sex sveitarfélaga, eða grunnskóla þeirra, á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi og er Akureyrarbær þeirra á meðal. Óskað er eftir skriflegu svari við spurningalista eigi síðar en 31. mars nk.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Leiga á Skjaldarvík - leigusamningur og leigufjárhæðir 2020 og 2021
Málsnúmer 2020100133Rætt um stöðu á núverandi leigusamningi um eignirnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2022 - EFS
Málsnúmer 2022021051Lagt fram til kynningar erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 21. febrúar 2022 þar sem kynnt eru áhersluatriði nefndarinnar fyrir árið 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál
Málsnúmer 2022021235Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. febrúar 2022 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál 2022.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0489.html