Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Aðalskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi Súluvegar, Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis dagsett 24. apríl 2013.\nEngin athugasemd barst.\nUmsögn barst frá Umhverfisnefnd dagsett 4. júní 2013.\nFulltrúar L-listans leggja til að í greinargerð skipulagsins verði ákvæði um að einungis verði heimiluð umhverfisvæn starfsemi á svæðinu.\nTveir nefndarmenn bókuðu að þau væru á móti breytingum í skipulagi svæðisins og að óviðunandi væri að festa í sessi iðnaðarstarfsemi í nálægð við verndarsvæði Glerár.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista ítrekar fyrri bókun að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistaperlu í mynni Glerárdals.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsett 20. mars 2013.\nÓskað var eftir umsögnum frá eftirtöldum aðilum:\nSkipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisnefnd Akureyrar, Norðurorku og Möl og sandi ehf. (sjá nánar undir athugasemdir).\nUmsögn barst frá umhverfisnefnd, sjá mál nr. 212110148.\nÞrjár athugasemdir bárust:\n1) Mjólkursamsalan dagsett 20. júní 2013.\nMjólkursamsalan bendir á að mikilvægt sé að ekkert í nánd vinnslustöðvar MS sé mengandi og því sé mikilvægt að tryggja að vel verði búið um plast sem berst til endurvinnslu og það geymt innandyra svo það mengi ekki nærliggjandi svæði. \n2) Jóhannes Árnason dagsett 21. júní 2013.\nJóhannes leggur til að bæta við biðstöðvum fyrir strætisvagna á Hlíðarbraut og Miðhúsabraut.\nEinnig leggur hann til að hjólastígar verði aðskildir frá gangandi vegfarendum á gönguleiðum í nágrenninu og á göngustíg við Hlíðarbraut.\n3) Umsögn barst frá Möl og sandi ehf. 19. júní 2013.\nRakin eru samskipti á milli HGH Verk (nú Möl og sandur ehf.) og skipulagsnefndar og -deildar. Þá var rætt um minniháttar skerðingu á lóð. Skv. deiliskipulagstillögunni fellur nánast önnur lóð félagsins út og áskilur fyrirtækið sér rétt til bóta. Bent er á að ósamræmi sé á milli aðal- og deiliskipulags varðandi stærð lóðar.
Svar við athugasemdum:
1) Bent er á að í starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins munu verðar gerðar kröfur um aðbúnað og frágang vegna starfsemi endurvinnslunnar.
2) Skipulagsnefnd leggur til að biðstöðvar strætisvagna á svæðinu verði skoðaðar í samráði við forsvarsmann Strætisvagna Akureyrar.
Varðandi beiðni um aðgreiningu á notkun göngustíga fyrir gangandi og hjólandi umferð er fyrirspurninni vísað til framkvæmdadeildar þar sem ekki er um skipulagsmál að ræða.
3) Lóðarsamningar fyrir lóðirnar féllu úr gildi 1. mars 2013. Með bókun skipulagsnefndar 29. febrúar 2012 var samþykkt að framlengja leigusamninginn til 1. mars 2016. Í viðauka við lóðarsamninginn fyrir lóðirnar lnr. 149595 og 149596 er þinglýst kvöð þar sem Akureyrarkaupstaður áskilur sér rétt til að breyta lóðarmörkum þegar farið verður í breytingar á Miðhúsabraut, sem m.a. nú er verið að gera, innan gildistíma samningsins án greiðslu skaðabóta.
Afmörkun athafnasvæðisins í aðalskipulagi þarf ekki að vera sú sama og afmörkun lóðarinnar í deiliskipulagi. Bent er á að stærð lóðar er ákveðin í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.\nLögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.\nUmsagnir bárust vegna skipulagslýsingar frá: \n1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013 en þeir benda á að rökstyðja þarf aðalskipulagsbreytinguna betur og að meta skuli þann hluta breytingarinnar er tekur til Götu sólarinnar. sbr. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga.\n2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.\nÁ skipulagssvæðinu liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku, háspennu- og vatnslögn. Ef heimiluð verður uppbygging á svæðinu þarf líklega að færa umræddar lagnir á kostnað þess aðila sem óskar eftir breytingum. \n3) Landsneti, 18. júní 2013.\nUm svæðið liggja tvær háspennulínur sem Landsnet á og lögð er áhersla á að helgunarsvæði háspennulínanna sé virt í skipulaginu og það skýrt afmarkað. Viðvörunarskilti þurfa að vera varðandi hvar má tjalda og vegna leikja barna. Landsnet fer fram á að nánara skiplag á svæðinu í nágrenni við háspennulínurnar verði unnið í samráði við Landsnet.
Svar við umsögnum:
1) Umbeðnar upplýsingar er nú þegar í texta á uppdrætti.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.
3) Umræddar lagnir Landsnets ætti ekki að þurfa að færa þar sem þær eru í jaðri svæðisins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að bókun bæjarráðs frá 10. maí 1994 um afslátt á greiðslu gatnagerðargjalda verði felld niður og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 11. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, sækir um breytingu á framkvæmdaleyfi hvað varðar staðsetningu metangaslagnar. Meðfylgjandi er hnitasettur uppdráttur.
Umhverfisstofnun auglýsir á ný tillögu að útvíkkuðu starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. fyrir spilliefni og annan úrgang að Ægisnesi 1, Akureyri. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 8. júlí 2013.\nÍ starfsleyfisumsókninni er sótt um útvíkkun á starfseminni vegna móttöku á almennum úrgangi til flokkunar og förgunar. Samkvæmt gildandi starfsleyfi hefur fyrirtækið leyfi til þess að taka við allt að 3.900 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar. Nú sækir fyrirtækið um að útvíkka starfsleyfið þannig að því verði heimilt að taka við allt að 20.000 tonnum af úrgangi til meðhöndlunar í viðbót við þann úrgang sem fyrirtækið hefur heimild til að taka við nú.
Erindi dags. 29. apríl 2013 frá Hjalta Jóhannessyni starfandi sveitarstjóra Hörgársveitar þar sem farið er fram á viðræður vegna hugsanlegrar tilfærslu Lónsins á móts við Sláturhús B. Jensen í Hörgársveit.\nFormaður skipulagsnefndar Helgi Snæbjarnarson frá skipulagsnefnd og skipulagsstjóri funduðu um málið með fulltrúum Hörgársveitar og var niðurstaðan að óska eftir nánari upplýsingum um málið sem hafa borist.
Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Stefán Steindórsson f.h Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar að Hesjuvöllum. Meðfylgjandi er loftmynd af lagnaleið.
Erindi dagsett 10. maí 2013 en móttekið 10. júní 2013 þar sem Jacek Rutkowski f.h. Eyrarkaffis ehf., kt. 700507-1300, sækir um leyfi til að breyta húsinu Gránufélagsgötu 10 úr veitingastað í gistiskála. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason og samþykki núverandi eiganda hússins, Sello ehf.
Erindi dagsett 11. júní 2013 þar sem Hannes Garðarsson Espilundi 2, Hrafnhildur Ævarsdóttir Espilundi 4, Edda K. Vilhelmsdóttir Espilundi 6 og Eiður Guðni Eiðsson Espilundi 8, íbúar við Espilund, senda inn erindi vegna hljóðmanar við Dalsbraut og girðingar við San Síró svæði.
Skipulagsnefnd gerði á fundi sínum þann 28. nóvember 2012 eftirfarandi bókun:\n"Jón Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 15. nóvember 2012. Hann telur að setja þurfi gangbraut á Hjalteyrargötu þar sem ferðamenn frá skemmtiferðaskipum við Tangabryggju gangi oft Gránufélagsgötu.\nSkipulagsnefnd þakkar ábendinguna og leggur til við framkvæmdadeild að gerð verði tillaga um gangbraut við gatnamót Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu þannig að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt."
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Innkomið svar frá framkvæmdadeild í minnisblaði frá 16. maí 2013 þar sem lagt er til að gerð verði gangbraut yfir Hjalteyrargötu á móts við Gránufélagsgötu norðanverða. </DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði merkt gangbraut samkvæmt tillögu framkvæmdadeildar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt vegna næsta liðar og var það samþykkt. Hann vék af fundi kl. 9:42.
Skipulagsnefnd gerði á fundi sínum þann 14. nóvember 2012 eftirfarandi bókun:\n"Jón Einar Jóhannsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.\nBreidd á Ránargötu, suðurhluta. Telur götuna vera of þrönga og stærri bifreiðar eigi í erfiðleikum með akstur um götuna (sjá meðfylgjandi gögn). Vill sjá götuna breikkaða með því að mjókka gangstétt.\nSkipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn og tillögum um úrbætur frá framkvæmdadeild."
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Innkomið svar frá framkvæmdadeild í minnisblaði frá 16. maí 2013:</DIV><DIV>"Breidd götunnar er 5 m, þar af taka bílar sem leggja samsíða gangstéttinni 2 m af breiddinni. Gangstéttin er 1,8 m. Gatan er einstefnugata og er því breidd aksturssvæðis 3 m þegar bílar leggja í götunni en það er um 0,25 m breiðara en lámarksbreidd akreinar. Gangstéttin er í dag 0,45 m mjórri en viðmiðunarreglur Akureyrabæjar um lágmarksbreidd.<BR>Framkvæmdadeild getur því ekki tekið undir það að mjókka gangstéttina, þar sem hún er undir lámarki.<BR>Svæði í götunni við beygju við hús nr. 3 og 4 er of þröngt í dag fyrir stóra bíla og þar mætti hugsa sér að banna bifreiðastöður á þeim kafla. Svæðið er merkt með gulri brotinni línu í dag."</DIV><DIV> </DIV><DIV>Skipulagsstjóra er falið að grenndarkynna íbúum við götukaflann tillögu framkvæmdadeildar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Sigurður Guðmundsson A-lista kom aftur á fundinn kl. 9:51.
Fundargerð dagsett 12. júní 2013. Lögð var fram fundargerð 447. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerð dagsett 18. júní 2013. Lögð var fram fundargerð 448. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Önnur mál.
Erindi dagsett 24. júní 2013 frá Tómasi B. Haukssyni þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð göngu- og hjólastígs frá gatnamótum við flugvöll að bílaplani við gönguleið suður fyrir flugvöll. Er þessi áfangi um 700m.\nFyrir liggur tölvupóstur frá Isavia þar sem fyrirtækið samþykkir legu stígsins og framkvæmdin hefur verið kynnt Vegagerðinni.
Erindi dagsett 21. maí 2013 frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir að hluti svæðisins norðan Borga við Norðurslóð verði gert að tímabundnu afgirtu hundasvæði.\nÓskað var eftir umsögn Háskólans á Akureyri þar sem um framtíðarsvæði hans er að ræða.\nUmsögn barst 20. júní 2013 en HA gerir ekki athugasemd við afnot svæðisins en telur nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bílastæði við fyrirhugað hundasvæði.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir afnot svæðisins tímabundið í fimm ár eða þar til og ef til þess kemur að Háskólinn þurfi að nýta svæðið til eigin nota. Einnig er gerð krafa um bílastæði við hundasvæðið.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>